13.08.2024
Tourette-samtökin bjóða í keilu - fjölskyldumeðlimir velkomnir. Það kostar ekkert að vera með. Einnig verða léttar veitingar í boði.
12.06.2024
Formaður Tourette-samtakanna á Íslandi, Sindri Viborg, fór til Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og átti við hann hlýtt spjall um einelti og vandamál því tengdu í lok maímánaðar. Ástæðan fyrir þessum hittingi var meðal annars sökum þess hve börn með greiningar og frávik eru í miklum áhættuflokki þegar kemur að aðkasti eða einelti. Þessi börn þurfa sérstakt aðhald frá ábyrgðaraðilum til að hægt sé að tryggja að þau gangi að sömu tækifærum og öll börn eiga rétt á.
08.05.2024
Aðalfundur Tourette-samtakanna á Íslandi verður haldinn fimmtudaginn 23. maí klukkan 17:00 að Sigtúni 42 í Reykjavík, húsnæði ÖBÍ réttindasamtaka þar sem Tourette-samtökin eru með skrifstofu.
07.05.2024
UngÖBÍ kynnir spennandi viðburð hreyfingarinnar undir yfirskriftinni Furðuverk eða fyrirmyndir?
03.04.2024
Við vekjum athygli á vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar undir yfirskriftinni Kynheilbrigði og fjölbreyttur taugaþroski - Mætum ólíkum þörfum frá bernsku til fullorðinsára.
24.02.2024
UngÖBÍ, LUF og LÍS standa að Þjóðfundi ungs fólks 2024. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 1. mars 2024 kl. 15:15 í Sykursalnum í Grósku að Bjargargötu 1 í Reykjavík.
Viðburðurinn er hugsaður fyrir þátttakendur á aldrinum 20-35.