Höfundarnir lýsa hér Tourettesjúkdómnum (TS) og kækjum fyrir börnum og unglingum á skýran og auðskilinn hátt og útskýra líffræðilega orsök. Fjallað er um fylgiraskanir svo sem áráttu og þráhyggju (OCD), athygli og ofvirkni (ADHD), árásarhneigð, hvernig er að búa með þeim sem eru með Tourette og hvernig systkini geta liðsinnt. Gagnleg ráð eru gefin varðandi skólavanda og einelti. Í bókinni eru auk þess reynslusögur barna og unglinga með Tourette og einnig frásagnir systkina. Eru þær sögur fengnar víðs vegar að úr heiminum og eina af þeim skrifaði íslensk stúlka sem á bróður með Tourette (undir dulnefninu Edda).
Bókin kom út á Íslandi í desember 2007 og er íslensk þýðing bresku bókarinnar Why Do You Do That? Hún er skrifuð af læknunum Mary Robertson og Uttom Chowdhury, sem bæði eru vel þekkt á sínu sviði. Hinn heimsþekkti Tim Howard markvörður í knattspyrnu, sem sjálfur hefur Tourette, skrifar formála að bókinni.
Nýlega hefur verið lagt til (Robertson og Baron-Cohen 1998) að gagnlegt geti verið að skipta Tourette í þrennt:
Bókin er seld hjá Tourette samtökunum og lækkað verð hennar þar er aðeins 1.000.- krónur. Hægt er að panta bókina með því að smella á hnappinn "PANTA BÓK" hér fyrir ofan. Athugið að sex af bókum þeim sem Tourette-samtökin hafa gefið út eru seldar saman í pakka á aðeins 5.000.- krónur (eldri bækurnar).