Það var fyrir tveimur til þremur árum að ég greindist með Tourette heilkenni. Einhvern veginn fannst mér eins og sigur væri unninn með greiningunni. Með tímanum tókst mér að sætta mig við sjálfan mig og þessi einkenni sem höfðu legið á mér eins og mara frá sjö ára aldri. Þarna var komin skýring á einbeitingarskortinum, kippunum og staminu.
Það var fyrir tveimur til þremur árum að ég greindist með Tourette heilkenni. Einhvern veginn fannst mér eins og sigur væri unninn með greiningunni. Með tímanum tókst mér að sætta mig við sjálfan mig og þessi einkenni sem höfðu legið á mér eins og mara frá sjö ára aldri. Þarna var komin skýring á einbeitingarskortinum, kippunum og staminu.
Ég fékk strax lyf eftir greininguna og tókst á við hlutina. Vissulega skiptust á skin og skúrir eins og gengur. En mér gekk til allrar hamingu vel að takast á við vandann þó að einbeitingin hafi ekki alltaf upp á marga fiska.
En mig langar til að skrifa um leiðinlega reynslu sem ég varð fyrir. Þannig er að alla mína tíð hef ég unnið við stjórn vinnuvéla og stórra ökutækja, en ákvað að breyta til og fór að vinna í stórri verslun. Í viðtalinu við stjórann hafði ég ekki kjark til að minnast á Tourette. Vinnuna fékk ég strax og líkaði hún vel. Fyrir nokkrum mánuðum ákvað ég svo að segja verslunarstjóranum frá þessu vegna þess að ég hafði samviskubit yfir að hafa þagað. Þegar ég hafði sagt honum frá vanda mínum sagði hann: ,,Þakka þér fyrir hreinskilnina, en ef ég hefði vitað þetta í upphafi hefði ég ekki ráðið þig."
Það sló mig að finna fyrir þessum fordómum. Eftir að ég lét hann vita um TS-heilkennið fór hann að vantreysta mér og lét mig hætta því sem ég var byrjaður að læra t.d. að panta inn vörur. Að lokum réð hann svo annan mann til að sjá um mín störf og setti svo punktinn yfir i-ið með því að rétta mér uppsagnarbréfið.
NN
Það þarf kjark til að segja sögu sína. Eru ekki einhverjir sem vilja leyfa öðrum að heyra af reynslu sinni - jákvæðri sem neikvæðri?