13.08.2024
Tourette-samtökin bjóða í keilu - fjölskyldumeðlimir velkomnir. Það kostar ekkert að vera með. Einnig verða léttar veitingar í boði.
12.06.2024
Formaður Tourette-samtakanna á Íslandi, Sindri Viborg, fór til Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og átti við hann hlýtt spjall um einelti og vandamál því tengdu í lok maímánaðar. Ástæðan fyrir þessum hittingi var meðal annars sökum þess hve börn með greiningar og frávik eru í miklum áhættuflokki þegar kemur að aðkasti eða einelti. Þessi börn þurfa sérstakt aðhald frá ábyrgðaraðilum til að hægt sé að tryggja að þau gangi að sömu tækifærum og öll börn eiga rétt á.
08.05.2024
Aðalfundur Tourette-samtakanna á Íslandi verður haldinn fimmtudaginn 23. maí klukkan 17:00 að Sigtúni 42 í Reykjavík, húsnæði ÖBÍ réttindasamtaka þar sem Tourette-samtökin eru með skrifstofu.
07.05.2024
UngÖBÍ kynnir spennandi viðburð hreyfingarinnar undir yfirskriftinni Furðuverk eða fyrirmyndir?
03.04.2024
Við vekjum athygli á vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar undir yfirskriftinni Kynheilbrigði og fjölbreyttur taugaþroski - Mætum ólíkum þörfum frá bernsku til fullorðinsára.
24.02.2024
UngÖBÍ, LUF og LÍS standa að Þjóðfundi ungs fólks 2024. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 1. mars 2024 kl. 15:15 í Sykursalnum í Grósku að Bjargargötu 1 í Reykjavík.
Viðburðurinn er hugsaður fyrir þátttakendur á aldrinum 20-35.
11.04.2023
Aðalfundur Tourette-samtakanna á Íslandi verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl klukkan 17:00 að Sigtúni 42 í Reykjavík, húsnæði ÖBÍ réttindasamtaka þar sem Tourette-samtökin eru með skrifstofu.
08.11.2022
8. nóvember er baráttudagur gegn einelti á Íslandi. Börn með Tourette verða mörg fyrir aðkasti og útilokun af hálfu bekkjarfélaga sem ekki hafa skilning á sjúkdómi þeirra.
Í tilefni af þessum degi skrifaði Sindri Viborg, formaður Tourette-samtakanna, grein sem birtist á Vísir.is og ber yfirskriftina „Er barnið mitt gerandi í einelti?“ https://www.visir.is/g/20222335348d/er-barnid-mitt-gerandi-i-ein-elti-
Í greininni segir meðal annars:
„Hvaða barn sem er getur fallið í þá gryfju að fræ eitraðrar menningu tekur bólfestu í veruleika þess. Þetta barn getur verið hvaða barn sem er. Það getur verið mitt barn, það getur verið þitt barn. Það sem skiptir máli á þessum tímapunkti er að við tæklum ábyrgðina á fræðslu og aukinni þekkingu á æskilegri hegðun, hengjum okkur ekki í „barnið mitt gerir ekki svona“ umræðu, heldur öxlum ábyrgð sem samfélag og bætum úr þessu. Við skuldum börnunum okkar skilyrðislausan rétt til ofbeldislaus lífs, hvort sem það er af hálfu okkar til þeirra, eða þeirra á milli. Verum stóra manneskjan og kennum rétta úrvinnslu árekstra.“
Sindri fór einnig í viðtal á Bylgjunni um einelti þar sem hann sagði brýna þörf á langvarandi hugarfarsbreytingu í eineltismálum. Viðtalið má nálgast hér.
https://www.visir.is/k/b4d3e012-960f-47bf-810e-bdea4dcf30e5-1667930140554
19.10.2022
Sindri Viborg, formaður Tourette-samtakanna á Íslandi, segir að breyta þurfi því hvernig tekið er á eineltismálum hér á landi. Hann segir að illa gangi að leysa einelti innan skóla þar sem óljóst er hver ber ábyrgð á því að taka á málunum.