Starfsemi

Mikilvægast af öllu í starfsemi samtakanna er að kynna TS, að gera almenningi ljóst að hér er um einkenni að ræða sem TS-einstaklingurinn ræður ekki við nema að litlu leyti. Þessir einstaklingar þurfa því skilning og aðstoð, ekki bara kennara og aðstandenda heldur samfélagsins alls. Fræða þarf  bæði TS-einstaklinga og aðra í samfélaginu að það sé ekkert sem aftrar fulltíða einstaklingi með TS að lifa venjulegu lífi eins og það gerist og gengur.

  • Samtökin hafa þýtt og gefið út ýmislegt kynningar- og fræðsluefni, m.a. bæði bækur og bæklinga, sem sjá má upplýsingar um hér á vefsíðunni. 
  • Samtökin leitast við að gefa út fréttabréf tvisvar á ári þar sem veittar eru upplýsingar um starfsemina, félagsmenn segja reynslusögur, læknar svara spurningum og birtar eru þýddar greinar úr erlendum blöðum.
  • Samtökin nýta sér í vaxandi mæli nútíma samskiptatækni til að hafa samband við félagsmenn um land allt.
  • Samtökin eru með skrifstofu í Hátúni 10, jarðhæð,  105 Reykjavík, og um þessar mundir er þar opið hluta úr degi einu sinni í viku. Sími er 840-2210 og netfang tourette@tourette.is. Kennitala er 700991-1139 og viðskiptabanki er Arionbanki, aðalútibú, 0301-26-1139. Framlög ávallt vel þegin.
  • Samtökin skipuleggja fyrirlestra þar sem fjallað er um það sem er á döfinni. 
  • Haldið er opið hús hjá samtökunum annað slagið, þar sem félagsmenn koma saman og bera saman bækur sínar. Á þessum fundum fæðast gjarnan góðar hugmyndir fyrir félagsstarfið.
  • Tourette-samtökin hafa um árabil verið í samvinnu við samtök á hinum Norðurlöndunum. Einnig hafa samtökin oft sent sína fulltrúa á alþjóðlega ráðstefnu TSA í Bandaríkjunum, sem haldin er annað hvert ár.