Fréttir

Formaður Tourette-samtakanna ræddi eineltisforvarnir við Guðna forseta

Formaður Tourette-samtakanna á Íslandi, Sindri Viborg, fór til Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og átti við hann hlýtt spjall um einelti og vandamál því tengdu í lok maímánaðar. Ástæðan fyrir þessum hittingi var meðal annars sökum þess hve börn með greiningar og frávik eru í miklum áhættuflokki þegar kemur að aðkasti eða einelti. Þessi börn þurfa sérstakt aðhald frá ábyrgðaraðilum til að hægt sé að tryggja að þau gangi að sömu tækifærum og öll börn eiga rétt á. ​