Formaður Tourette-samtakanna ræddi eineltisforvarnir við Guðna forseta

Sindri Viborg, formaður Tourette-samtakanna á Íslandi, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands…
Sindri Viborg, formaður Tourette-samtakanna á Íslandi, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Mynd/forseti.is
Formaður Tourette-samtakanna á Íslandi, Sindri Viborg, fór til Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og átti við hann hlýtt spjall um einelti og vandamál því tengdu í lok maí. Ástæðan fyrir þessum hittingi var meðal annars sökum þess hve börn með greiningar og frávik eru í miklum áhættuflokki þegar kemur að aðkasti eða einelti. Þessi börn þurfa sérstakt aðhald frá ábyrgðaraðilum til að hægt sé að tryggja að þau gangi að sömu tækifærum og öll börn eiga rétt á. ​
 
Með því að smella hér má lesa frétt um fundinn á vef embættis forseta Íslands. Yfirskrift fréttarinnar þar er Varnir gegn einelti

​Þar sem aukning er í andlegu ofbeldi hérlendis, þá hefur þörfin fyrir fræðslu og forvörnum aukist í þessum málaflokki. Börn með greiningar og frávik eru sérstaklega berskjölduð þegar kemur að rafrænu einelti. Annar alvarlegur fylgifiskur þessara meina er samfélagsleg útskúfun þessara barna. ​

​Það skiptir því höfuðmáli að foreldrar, forráðamenn og aðrir ábyrgðaraðilar taki höndum saman og stuðli að heilbrigðari vettvangi fyrir börn með frávik og greiningar. Að fræðslan komist til skila inn á öllum sviðum barnanna. Hér er átt við heimili og skóla jafnt frístundum, dægradvöl og íþróttum. ​

​Vandinn sem ræddur var, er hvernig best megi tryggja að allir þessir staðir séu samstíga þegar kemur að umræðunni um forvarnir eineltis og rétt allra til ofbeldislauss lífs. Skoðuð var hin svokallaða „Íslenska leiðin“ sem farin var til að stemma í stigu við unglingadrykkju og er í dag heimsfræg sökum þess hve mikinn árangur hún skilaði. Ekkert er því til fyrirstöðu að útfæra samskonar aðferð til að stemma í stigu við óæskilega ofbeldishegðun. ​

​Að sama skapi var menntun kennara rædd, og mikilvægi þess að kennarar klári skólagöngu sína með þekkingu og getu til að fyrirbyggja óæskilega hegðun, og ofbeldishegðun, meðal barna í þeim bekkjum sem þeir kenna. Þessa stundina er enginn skylduáfangi í fimm ára námi kennara um eineltisforvarnir eða neitt þess tengt. Einn áfangi er um börn með sértækan námsvanda, þar sem hegðunarörðugleikar eru teknir fyrir.​

​Börn eru komandi kynslóð landsins. Það er á ábyrgð uppkominnar kynslóðar að fræða þá ungu og axla ábyrgð í þeim málum. Þar vegur þyngst innkoma forelda og skóla í fræðslunni. Samstarf á milli heimila og skóla hefur dalað þegar kemur að þessari ábyrgðarumræðu. Því þarf sérstakt átak til að koma þessum tveim menntastoðum til að ganga saman í takt svo hægt sé að sporna gegn óæskilegri menningarmyndun hjá börnum og unglingum. Með slíkri samvinnu verður auðvelt að koma frístund, íþróttum og dægradvöl í sama aðgerðapakka. ​

​Með samhæfðu átaki verða fyrst til aðstæður þar sem hægt er að sýna börnum fram á það að ofbeldislaust líf er valdeflandi öllum þeim sem taka þátt í slíku. Þetta á sérstaklega við um börn sem eiga á brattann að sækja, oft sökum líkamlegrar og/eða andlegrar fötlunar eða hamla. ​

​Í ræðu Matthew Rycroft, sendiherra Breta, á þingi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna um velferð barna á átakasvæðum árið 2015 sagði, „Hvernig samfélag kemur fram við þá viðkvæmustu innan þess, er mælikvarði mannúð þess.“​

​Gildi þessara ummæla varðandi þá samfélagslegu vá sem ofbeldi og einelti er, þarf að vera í forgrunni þegar rætt er um viðkvæmustu einstaklinga samfélagsins. Það er okkar skylda að vera þess valdandi að börn sem hallar á, fái rétt sinn virtan að búa í umhverfi sem tekur þeim fagnandi og valdeflir þau. Að þessi börn fái allt sem til þarf svo þau geti tekið þátt í samfélaginu með öllum hinum með sem uppbyggilegustumhætti. Til þess að slíkt náist, þurfum við að uppræta umhverfinu sem leyfir einelti að grassera. Til að allt þetta takist, þurfum við að standa saman, og tala saman. ​

​Tourette samtökin á Íslandi hafa staðið að fræðslu um Tourette, fylgigreiningar og langvarandi afleiðingar ofbeldis,eineltis og útskúfunar, í skólum víðsvegar um landið. Þessi fræðsla hefur staðið yfir í þónokkur ár og vaxið ásmegin frá því að hún byrjaði. Fræðslan jókst til muna með tilurðstyrktarveitinga frá Heilbrigðisráðuneytinu og ÖBÍ. Með þessu auknu fjármagni var hægt að veita þessa þjónustu til skóla víðsvegar á landsbyggðinni. Þetta gerði það einnig að verkum að fræðslan hefur hingað til verið skólunum að kostnaðarlausu. Þessi fræðsla hefur fengið einróma lof frá skólastjórnendum og vonast stjórn Tourette samtakanna að hægt verði að halda þessu þarfa starfi áfram.