UngÖBÍ: Furðuverk eða fyrirmyndir?

Plaköt myndanna Hilary and Jackie og Rain Man. Jackie í myndinni er með MS og Raymond er með einhver…
Plaköt myndanna Hilary and Jackie og Rain Man. Jackie í myndinni er með MS og Raymond er með einhverfu.

Manst þú eftir kvikmynd, sjónvarpsþætti eða vinsælu lagi þar sem fatlaður einstaklingur kemur fyrir?

Hvernig birtist sagan þér - leist þú á karakter sem fyrirmynd eða var verið að segja sögu furðuverks?

Við óskum eftir ykkar hjálp við að finna dæmi úr dægurmenningu þar sem fötlun kemur fyrir með einum eða öðrum hætti, lýsingu á birtingamyndinni og hvernig þú upplifðir það.

Við opnum söfnun á dæmum frá almenningi á Borgarbókasafninu Grófinni sem er opið frá milli 14.-22. maí þar sem söfnun stendur yfir.

Einnig er hægt að senda inn dæmi rafrænt á eftirfarandi vefsíðu: Þitt innlegg Miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 17 lýkur söfnuninni með upplestri og frásögnum. 

Öllum er frjáls að lesa upp dæmin sín af birtingamyndum fötlunar í dægurmenningu. Hvað myndir þú vilja endurskrifa eða sjá með öðrum hætti? Eða er eitthvað atriði sem þig langar að sjá aftur og aftur og aftur?

Hlekkir með nánari upplýsingum má finna hér að neðan:

Kynning og opnun 14. maí.

https://borgarbokasafn.is/vidburdir/syningar/stofan-furduverk-eda-fyrirmyndir#%C3%9Eitt%20innlegg%20/%20Your%20Input

https://www.facebook.com/events/1496456841228096

 

Viðburður á facebook miðvikudaginn 22. maí – Upplestur / Open Mic.

https://www.facebook.com/events/1500132954217688/