Mynd/Pixabay
Við ætlum að eiga góða stund saman í keilu; hittast, spjalla og hafa gaman.
Tourette-samtökin bjóða í keilu - fjölskyldumeðlimir velkomnir. Það kostar ekkert að vera með. Einnig verða léttar veitingar í boði.
Við hittumst í Keiluhöllinni Egilshöll klukkan 18:00 mánudaginn 16. september. Reikna má með að keilan standi yfir í tæpa klukkustund og síðan getur fólk tyllt sér í veitingasalinn og notið veitinga. Viðburðinum lýkur því upp úr klukkan 20:00.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að velja "Going" í
þessum "Event" hér á FB, eða sendið póst á tourette@tourette.is
Einnig er hægt að hringja í síma 840-2210.