Vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar

Hin árlega vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar verður haldin í fertugasta sinn á Hilton Reykjavík Nordica og í streymi 8. og 9. maí 2025. Í ár verður ráðstefnan haldin í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp.

Yfirskrift ráðstefnunnar er: Fötluð börn og fjölbreyttur menningar- og tungumálabakgrunnur - áskoranir og tækifæri.

Á ráðstefnunni verður varpað ljósi á stöðu fatlaðra barna með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Sjónum verður beint að áskorunum og tækifærum í þjónustu við þennan hóp í víðu samhengi. Markmiðið er að draga fram ólík sjónarhorn, úr fræða- og reynsluheimi, og horfa til framtíðar með það fyrir augum að mæta enn betur fjölbreyttum þörfum.

Hér getur þú nálgast ráðstefnuna á Facebook.