Tourette-samtökin á Íslandi verða með opið hús og vöfflukaffi með smá jólaívafi laugardaginn 30. nóvember kl. 13 - 15 í salnum á fyrstu hæð beint á móti skrifstofu samtakanna í Setrinu í Hátúni 10. Engin formleg dagskrá verður á þessu opna húsi heldur viljum við gefa félagsmönnum og öðrum sem áhuga hafa á málefnum tengdum Tourette, tækifæri til að hittast og spjalla saman og kynnast starfsemi samtakanna.
Við bjóðum stóra sem smáa hjartanlega velkomna í vöfflukaffið og ömmur og afar eru líka velkomin. Hlökkum til að sjá ykkur.