Að loknum aðalfundi í kvöld mun Bertrand Lauth halda fræðslufyrirlestur um rannsóknir á áhrifum mataræðis á hegðan og líðan barna. Fræðsluerindi Bertrands Lauth verður streymt. Félagsmenn sem eru ekki á póstfangalista Tourette-samtakanna þurfa að senda tölvupóst á tourette@tourette.is til að fá sendan tengil á streymið.
Tengslum mataræðis og geðraskana hefur lengi verið haldið fram en á undanförnum árum hefur rannsóknum á mataræði, bæði sem mögulegri forvörn og sem meðferðarúrræði, fleygt fram. Ekki síst með betri skilningi á hlutverki örveruflóru meltingarvegar, hvernig mataræði getur mögulega mótað samsetningu hennar og virkni ásamt öðrum lífstílsþáttum og erfðum, sem gera okkur öll einstök. Bertrand er lektor við læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í barna- og unglingageðlækningum á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. hb