Ný og nútímalegri vefsíða fyrir Tourette-samtökin var gangsett 28. mars 2018. Vefsíðan var unnin af vefsíðufyrirtækinu Stefnu en öll vinna varðandi uppfærslu efnis hefur verið hjá stjórnarmönnum samtakanna. Um leið var tekið upp nýtt merki Tourette samtakanna sem ungur listaháskólanemi, Bergur Gunnarsson Nordal, hannaði fyrir samtökin. Nýja merkið er skemmtileg fígúra sem er samsett úr stöfunum T og S í rúnaletri og eins og sjá má þá er hún með hreyfikæk í hönd og fæti. Gamla vefsíðan okkar var orðin barn síns tíma og er nýja vefsíðan öll aðgengilegri og gengur á allar tegundir tækja, tölvur, spjaldtölvur og síma. Mikil breyting verður á miðlun upplýsinga með tilkomu vefsíðunnar og einnig verður fréttaveita öflugri og ásamt bættu bóksölukerfi. Þá fylgir nýju vefsíðunni einfalt og þægilegt uppfærslukerfi.
Nýja vefsíðan var kostuð með styrk frá velferðarráðuneytinu til Tourette-samtakanna árið 2016. Atli Jóhannsson hjá Xodus sá um tæknilega aðstoð við okkur með skjótum og góðum hætti varðandi gömlu vefsíðuna og kunnum við honum bestu þakkir fyrir vel unnin störf.