Fimmtudaginn 14. mars næstkomandi mun Árný Ingvarsdóttir, sálfræðingur Umhyggju, bjóða upp á erindi fyrir foreldra um áhyggjur og kvíða hjá börnum. Fjallað verður um almennar áhyggjur og kvíðaraskanir, einkenni kvíða, uppruna og úrræði. Lögð verður áhersla á systkini langveikra barna og fjallað um leiðir byggðar á hugrænni atferlismeðferð sem hægt er að nota til að sigrast á kvíðanum.
Fyrirlesturinn hefst klukkan 20:00, verður í salnum á 4.hæð á Háaleitisbraut 13 og er áætluð lengd um klukkustund.
Skráning í tölvupósti (arny@umhyggja.is) fyrir 12. mars.
Tourette-samtökin eru aðilar að Umhyggju og fyrirlesturinn er foreldrum í aðildarfélögum Umhyggju að kostnarðarlausu.