Bæði börn og fullorðnir skemmtu sér í vel heppnuðum keiluhittingi Tourette-samtakanna laugardaginn 26. maí í Keiluhöllinni í Egilshöll. Spiluð var keila í klukkustund og síðan var boðið upp á pizzu og gos fyrir allan hópinn. Spilarar voru á öllum aldri, sá yngsti 3 ára og sá elsti á sjötugsaldri. Félagsstarf Tourette-samtakanna er nú komin í sumarfrí en við byrjum aftur af fullum krafti í haust.