Aðalfundur haldinn 26. apríl

Sigtún 42
Sigtún 42

 Aðalfundur Tourette-samtakanna á Íslandi verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl klukkan 17:00 að Sigtúni 42 í Reykjavík, húsnæði ÖBÍ réttindasamtaka þar sem Tourette-samtökin eru með skrifstofu.

Dagskrá aðalfundar er:

  • Setning
  • Skýrsla stjórnar
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar 
  • Félagsgjald komandi almanaksárs ákveðið
  • Kosning stjórnar
  • Kosning skoðunarmanns og annars til vara
  • Önnur mál

Í ár er kosið um þrjú sæti í stjórn samtakanna, auk þess sem formaður er sérstaklega kjörinn til tveggja ára á fundinum. Hægt er að gefa kost á sér í stjórn á fundinum.

Engar tillögur að lagabreytingum hafa borist og því eru þær ekki sérstaklega á dagskrá enda þurfa þær að berast 3 vikum fyrir aðalfund.

Boðið verður upp á léttar veitingar. 

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

Stjórn Tourette-samtakanna á Íslandi