Aðalfundur Tourette-samtakanna á Íslandi verður haldinn mánudaginn 31. maí kl. 19:30 að Hátúni 10 jarðhæð, í sal beint á móti skrifstofu samtakanna.
Í ár er kosið um formann og 2 sæti í stjórn samtakanna. Að loknum aðalfundi fáum við að heyra reynslusögur nokkurra félagsmanna í samtökunum um líf þeirra með Tourette.
Boðið verður upp á kaffiveitingar
Stjórn Tourette-samtakanna á Íslandi