Ef grunur leikur á að einstaklingur sé með Tourette er hægt að leita til heimilislæknis sem vísar áfram á sérfræðing ef talin er þörf á því. Einnig er hægt að leita til skólasálfræðings, sálfræðings á heilsugæslustöð eða sálfræðings á einkastofu og fá ráðgjöf í og leiðbeiningar.
Barna- og unglingageðlæknar og taugasjúkdómasérfræðingar barna greina Tourette sjúkdóminn og veita meðferð.
Sjá nánari upplýsingar um sérfræðinga(ábendingar)