Tourette samtökin á Íslandi ForsíðaUm samtökinHafðu samband
Hvað er Tourette? Ábendingar Greinasafn Tenglar Veftré  
Hóparnir Tourette foreldrar og Tourette-Ísland eru starfandi á Facebook.
Á döfinni
<ágúst 2017>
þrmifilasu
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031123
45678910
Fréttabréf
English version
  Frá Tourette-samtökunum - 21.6.2017
Ný kynningarmyndbönd um Tourette
ÖBÍ hefur framleitt tvö myndbönd á árinu fyrir Tourette samtökin, annars vegar kynningarmyndband um samtökin þar sem Íris Árnadóttir ræðir um starfsemi samtakanna og hins vegar myndband þar sem feðginin Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir og Gunnar Engilbert Hafberg Guðmundsson ræða um Tourette heilkennið og hvernig er að lifa með því. Youtube movie:http://www.youtube.com/embed/xus_LvRSw3g Youtube movie:http://www.youtube.com/embed/n_fFcHDBJPg
Lesa alla fréttina...
  Frá Tourette-samtökunum - 28.4.2017
Minnum á fræðslufundinn um kvíða 4. maí
Við minnum á fræðslufundinn 4. maí kl. 20 þar sem Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni verður með fyrirlestur um kvíða barna. Fyrirlesturinn verður í Hátúni 10, jarðhæð, í sal beint á móti skrifstofu Tourette-samtakanna. Steinunn útskrifaðist árið 2010 frá Háskóla Íslands með cand.psych gráðu á barnasálfræðilínu. Steinunn var í starfsþjálfun á Þjónustumiðstöð Breiðholts og vann þar eitt ár eftir útskrift. Hún sinnti sálfræði&#
Lesa alla fréttina...
  Frá Tourette-samtökunum - 27.4.2017
Gangið með ÖBÍ 1. maí
Baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, er handan við hornið. Þátttaka Öryrkjabandalags Íslands á þessum mikilvæga degi hefur vaxið stig af stigi á síðustu árum og nú verður engin undantekning þar á. Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál hefur umsjón með deginum fyrir hönd bandalagsins. Sjá nánar á vefsíðu ÖBÍ
Lesa alla fréttina...
  Frá Tourette-samtökunum - 18.4.2017
Fræðslufundur 4. maí 2017
Fimmtudaginn 4. maí kl. 20 standa Tourette-samtökin fyrir fræðslufundi þar sem Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni verður með fyrirlestur um kvíða.
Lesa alla fréttina...
  Frá Tourette-samtökunum - 18.4.2017
Stjórn að loknum aðalfundi 2017
Aðalfundur Tourette samtakanna var haldinn 30. mars síðastliðinn. Kosið var um formann og tvö sæti í stjórn. Arnþrúður Karlsdóttir bauð sig fram sem formann samtakanna, var hún ein í framboð og því sjálfkjörin. Sigrún Gunnarsdóttir og Erla Sólrún Valtýsdóttir voru í framboði fyrir tvö sæti í stjórn og voru þær sjálfkjörnar. Elísabet Rafnsdóttir var aftur kosin skoðunarmaður reikninga og til vara Jakob Þorsteinsson. Fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund var 6. apríl
Lesa alla fréttina...
  Frá Tourette-samtökunum - 4.4.2017
Skóli fyrir alla – hindranir eða tækifæri
Málefnahópur ÖBÍ um atvinnu- og menntamál býður til málþings um menntamál á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 5. apríl kl. 13:00-16:30. Þar verður rætt um jöfn tækifæri til menntunar og stefnuna skóli án aðgreiningar. Þá verður einnig skoðuð þau gráu svæði sem kunna að myndast á milli þjónustustiga þegar þeirri stefnu er fylgt. Sjá nánar um viðburðinn á Fésbókinni
Lesa alla fréttina...
  Frá Tourette-samtökunum - 9.3.2017
AÐALFUNDARBOÐ
Aðalfundur Tourette-samtakanna á Íslandi verður haldinn fimmtudaginn 30. mars kl. 20:00 að Hátúni 10 jarðhæð, í sal beint á móti skrifstofu samtakanna. Dagskrá aðalfundar er: Setning Skýrsla stjórnar Reikningar lagðir fram til samþykktar Lagabreytingar Félagsgjald komandi almanaksárs ákveðið Kosning formanns Kosning stjórnar Kosning skoðunarmanns og annars til vara Önnur mál Að loknum aðalfundi skiptum við um gír og fáum við góðan gest í heimsókn. Það er h
Lesa alla fréttina...
  Frá Tourette-samtökunum - 22.2.2017
Sálfræðiþjónusta er líka heilbrigðisþjónusta
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra hefur tekið við áskorun þúsunda einstaklinga til stjórnvalda þess efnis að fella sálfræðiþjónustu nú þegar undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Átta félagasamtök, hrintu af stað undirskriftasöfnun um miðjan nóvember 2016 og var lokað fyrir söfnunina um miðjan janúar 2017 en þá höfðu 11.355 einstaklinga skrifað undir áskorunina. Þau félög sem stóðu að undirskriftarsöfnunin voru ADHD samtökin
Lesa alla fréttina...
  Frá Tourette-samtökunum - 7.2.2017
Fyrirlestur um áhyggjur og kvíða barna
Mánudaginn 6. mars næstkomandi mun Umhyggja standa fyrir erindi um áhyggjur og kvíða barna. Fyrirlesturinn verður haldinn í salnum á 4. hæð á Háaleitisbraut 13, kl.17.30 og tekur um klukkustund. Ókeypis inn fyrir félaga í aðildarfélögum Umhyggju.
Lesa alla fréttina...
  Frá Tourette-samtökunum - 24.12.2016
Jólakveðja

Lesa alla fréttina...
  Frá Tourette-samtökunum - 15.11.2016
Undirskriftarsöfnun
Sálfræðiþjónusta er líka heilbrigðisþjónusta Við vekjum athygli á því að nokkur félagasamtök hafa tekið sig saman og hleypt af stokkunum undirskriftarsöfnun þar sem stjórnvöld eru hvött til að fella sálfræðiþjónustu nú þegar undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Með undirskrift tekur fólk undir þá kröfu að sálfræðiþjónusta verði veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta. Það eru ADHD samtökin, Þroskah
Lesa alla fréttina...
  Frá Tourette-samtökunum - 10.11.2016
Spjallfundur - Opið hús
Tourette-samtökin verða með spjallfund - opið hús þann 28. nóvember kl. 20 í Hátúni 10, jarðhæð. Á spjallfundi gefst gott tækifæri fyrir rólegar og notalegar umræður um hvað eina sem fólki liggur á hjarta og viðkemur Tourette heilkenninu, bera saman bækur sínar, leita ráða í reynslubrunn annarra og miðla til annarra af sinni eigin þekkingu og reynslu. Kaffiveitingar í boði Tourette samtakanna.
Lesa alla fréttina...

Útgefið efni


  tourette@tourette.is

Þessi vefur keyrir á vefumsjónarkerfi frá Xodus.is