Tourette samtökin á Íslandi ForsíðaUm samtökinHafðu samband
Hvað er Tourette? Ábendingar Greinasafn Tenglar Veftré  
Stjórnarskýrslur
Hóparnir Tourette foreldrar og Tourette-Ísland eru starfandi á Facebook.
Á döfinni
<mars 2018>
þrmifilasu
2627281234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
2345678
Fréttabréf
English version
Skýrsla stjórnar 2014
Skýrsla stjórnar Tourette-samtakanna á aðalfundi 14. maí 2014

Félagsmenn eru nú um 275 og endurspeglar hver félagsmaður í flestum tilvikum einn með Tourette. Fólk leitar helst upplýsinga og hefur samband við félagið gegnum Tourettevef, með tölvupósti og símhringingum. Mest er um að foreldrar barna með Tourette hafi samband og síðan kennarar í grunnskólum. Tveir sjálfstætt starfandi hópar eru á Facebook, Tourette foreldrar (nú um 200 í hópnum) og Tourette-Ísland (nú 34), og eru hópar þessir að stórum hluta félagsmenn.

Fræðsla og kynningar á Tourette – Undanfarið ár hafa samtökin unnið sem áður að fræðslustarfi og útgáfu auk áframhaldandi kynningar og sölu á útgefnum bókum. Varðandi Tourettevefinn þá hafa nýrri bæklingarnir fengið andlitslyftingu og viðaukum verið bætt við þá og efni á vefnum um kynningar á Tourette í yngri og eldri bekkjum grunnskóla hefur verið uppfært. Bæklinga og rit á vefnum getur hver og einn prentað út eftir þörfum.

Fræðslurit í tilefni 20 ára afmælis árið 2011 kom út s.l. vor – Það var nánast tilbúið 2011, en tafir urðu af ýmsum ástæðum við frágang þess. Ritið var prentað í 1000 eintökum hjá Odda í febrúar s.l. og er nú einnig að finna á Tourettevefnum sem pdf. Að undanförnu hefur því verið dreift á heilsugæslustöðvar og félagsþjónustur og á næstunni verður því dreift á læknastöðvar, sálfræðistofur, geðdeildir sjúkrahúsa, o.fl. staði. Með haustinu stendur til að dreifa ritinu til skóla.

Ný bók er nú í þýðingu – Gengið var frá samningi við Newharbinger Publications, inc. í ágúst 2014 um þýðingu og útgáfu bókarinnar Helping Your Anxious Child – A Step-by-Step Guide for Parents. Þýðingin er er nú um það bil hálfnuð og stefnt er á að ljúka þeirri vinnu fyrir lok sumars. Lestur prófarkar, umbrot og prentun mun fara fram í haust og útgáfa er áætluð fyrir næstu áramót.

Heilsuréttir fjölskyldunnar – foreldrar og börn þ. 1. mars – Fyrsta dag marsmánaðar hittust foreldrar í félaginu ásamt börnum sínum. Haldin var kynning á bókum um heilsusamlegt mataræði, matreiðslubókum og heilsuréttum. Berglind Sigmarsdóttir, höfundur bókanna Heilsuréttir fjölskyldunnar kom ásamt manni sínum, landsliðskokknum Sigurði Gíslasyni, og kynntu þau hvernig bæta má bæði mataræði og lífsstíl fjölskyldunnar.
Snæddur var hádegisverður sem eldaður var af þeim á staðnum, afar góð kjúklingamáltíð ásamt grænmetissalati og sætum kartöflum. Mæting fór fram úr öllum væntingum og um sextíu manns tóku þátt.Sýnt var hvernig útbúa má heilsusamlega drykki eða þeytinga, sem gestir fengu að smakka.
Ekki var annað að sjá en að krökkunum þætti þetta hinn besti matur.

Stefán Karl, leikari með meiru, kom í heimsókn og sagði frá sinni reynslu af kækjum, hljóðkækjum, adhd, o.fl. frá því hann var barn og hvernig allt þetta hefði síðar meir hjálpað honum í leikarastarfinu. Stefán Karl fór á kostum í frásögninni. Hann brá oft á leik, lék hina ýmsu kæki og hopp, rak upp risaeðluhljóð o.fl. sem vakti mikla kátínu viðstaddra, og tók góðan tíma í lokin til að svara allmörgum fyrirspurnum.

F.h. Tourettestjórnar
Sigrún Gunnarsdóttir
formaður

Útgefið efni


  tourette@tourette.is

Þessi vefur keyrir á vefumsjónarkerfi frá Xodus.is