Tourette samtökin á Íslandi ForsíðaUm samtökinHafðu samband
Hvað er Tourette? Ábendingar Greinasafn Tenglar Veftré  
Stjórnarskýrslur
Hóparnir Tourette foreldrar og Tourette-Ísland eru starfandi á Facebook.
Á döfinni
<mars 2018>
þrmifilasu
2627281234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
2345678
Fréttabréf
English version




Skýrsla stjórnar 2013

Á seinasta aðalfundi var einn nýr stjórnarmeðlimur kosinn inn en það var fulltrúi ungra með Tourette og fögnum við því.

Órólfur:

Við gáfum út bókina Órólfur árið 2011 í tilefni tuttugu ára afmælis Tourette samtakanna. Við gáfum bókina til að byrja með í alla grunnskóla og leikskóla á landinu og héldum svo áfram á árinu 2012 og gáfum öllum heilsugæslum og þjónustumiðstöðvum bókina. Bókin hefur fengið mjög góðar viðtökur.

Hópar á facebook:

Ánægjulegt er að sjá að facebook hóparnir Tourette – Ísland og Tourette foreldrar halda áfram að stækka. En nú eru um 25 einstaklingar í Tourette – Ísland og um 144 einstaklingar í Tourette foreldrar. Foreldrahópurinn er duglegur að hittast og nú er Tourette-Ísland farið að hittast einnig. Við fögnum mjög þessari starfsemi.

Umfjöllun um Tourette:

Umfjöllun um Tourette hefur ekki verið mikil á þessu ári og verðum við að reyna að bæta það. Við hvetjum alla félagsmenn til að vera virkir í skrifum um Tourette.

Fræðsluefni:

Á þessu stjórnarári hefur áherslan verið á gerð fræðsluefnis sem hægt er að fara með í alla grunnskóla landsins. Hefur stjórnin hugsað þetta efni sem almennar upplýsingar um Tourette og höfum við það að markmiði að eyða fordómum í garð röskunarinnar með fræðsluherferð.

Varaformaður okkar Örnólfur Thorlacius hefur lesið sér til og gert þetta fræðsluefni að veruleika en hann mun fjalla um það betur eftir fundinn.

Heimasíða samtakanna:

Mikið hefur verið rætt um heimasíðu samtakanna á þessu stjórnarári og viljum við reyna að gera hana aðgengilegri fyrir þá sem eru að leita upplýsinga um Tourette. Við óskuðum eftir aðstoð félagsmanna um hvað þeir vildu sjá á síðunni en fengum engar undirtektir. Vonumst við þó að vinna fyrir heimasíðuna geti hafist í sumar. Hugsunin var að athuga með að fá nema í heimasíðugerðina, hann gæti þá mögulega tekið það að sér sem lokaverkefni sitt.

Fyrir hönd stjórnar:

____________________________

Arna Garðarsdóttir, formaður.

Útgefið efni










  tourette@tourette.is

Þessi vefur keyrir á vefumsjónarkerfi frá Xodus.is