Tourette samtökin á Íslandi ForsíðaUm samtökinHafðu samband
Hvað er Tourette? Ábendingar Greinasafn Tenglar Veftré  
Fróðleikur um Tourette
Hóparnir Tourette foreldrar og Tourette-Ísland eru starfandi á Facebook.
Á döfinni
<mars 2018>
þrmifilasu
2627281234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
2345678
Fréttabréf
English version
Myndefni um Tourette
Mikið myndefni er til um Tourette. Fjallað hefur verið um Tourette í ýmsum heimildar- og fræðslumyndum auk þess sem ýmsar leiknar myndir fjalla með einum eða öðrum hætti um heilkennið. Listinn sem birtist hér er alls ekki tæmandi, og allar ábendingar um forvitnilegt myndefni eru vel þegnar.

 

Heimildarmyndir

RÚV: Snúið líf Elvu  http://www.ruv.is/sarpurinn/snuid-lif-elvu/14092013-0  

Elva Dögg Gunnarsdóttir er með versta tilfelli Tourette-heilkennis sem læknir hennar hefur nokkru sinni séð. Engin lyf hafa virkað og hennar síðasta von var að komast í aðgerð þar sem rafskaut yrðu grædd djúpt í heila hennar. Í myndinni sjáum við Elvu og fjölskyldu hennar takast á við allt ferlið með húmorinn og kærleikann að vopni. Heimildamynd eftir Brynju Þorgeirsdóttur og Egil Eðvarðsson.
 
 
Þáttur úr áströlsku útgáfunni af 60 minutes þar sem fjallað er um Bianca Saez, 16 ára stúlku með Tourette. Einnig er fjallað um aðgerð sem Bianca fer í, þar sem rafskaut eru grædd í heilann til að hafa stjórn á Tourette-einkennunum.
 
 
Twitch and Shout
Bandarísk heimildarmynd frá 1993 um Tourette, þar sem fjallað er um Tourette frá ýmsum hliðum, bæði frá sjónarhóli þeirra sem eru með Tourette auk þess sem fjallað er um hvernig skilningsleysi samfélagsins getur stundum gert fólki erfitt fyrir.

I Have Tourette's But Tourette's Doesn't Have Me
Bandarísk heimildarmynd frá HBO sjónvarpsstöðinni um börn með Tourette. Myndin hlaut Emmy-verðlaunin á sínum tíma. Hér má sjá stiklu fyrir myndina:


Myndina má panta á vefsíðu bandarísku Tourette-samtakanna.Inside Tourette's Syndrome
Nýleg heimildarmynd um Tourette heilkennið, þar sem fjallað er um Tourette frá ýmsum hliðum og rætt við fólk með Tourette.

John's Not Mad
Heimildarmynd frá BBC frá árinu 1989, þar sem fylgst er með skoskum dreng á unglingsaldri sem er með coprolalia og hvernig honum gengur að takast á við lífið. Árið 2002 gerði BBC aðra mynd um John, "The Boy Can't Help It", þar er John orðinn 31 árs. Hér má sjá brot úr þeirri mynd, sem einnig inniheldur brot úr eldri myndinni.

Teenage Tourette's Camp
Bresk heimildarmynd þar sem 5 breskum unglingum með Tourette er fylgt þar sem þau fara í sumarbúðir í Bandaríkjunum fyrir ungmenni með Tourette.

Leiknar myndir

The Tic Code
Bandarísk mynd sem fjallar um 10 ára dreng með Tourette sem dreymir um að verða djasspíanisti. (Amazon)

Dirty Filthy Love
Bresk sjónvarpsmynd frá 2004 sem fjallar um Mark, ungan arkitekt á uppleið, sem er með Tourette og OCD og þarf að takast á við sífellt versnandi kæki og áráttur. (Amazon)

Útgefið efni


  tourette@tourette.is

Þessi vefur keyrir á vefumsjónarkerfi frá Xodus.is