Tourette samtökin á Íslandi ForsíðaUm samtökinHafðu samband
Hvað er Tourette? Ábendingar Greinasafn Tenglar Veftré  
Starfsemi félagsins
Hóparnir Tourette foreldrar og Tourette-Ísland eru starfandi á Facebook.
Á döfinni
<mars 2018>
þrmifilasu
2627281234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
2345678
Fréttabréf
English version
Starfsemi og stefna

Fræðsla og kynning

Mest áhersla hefur verið lögð á fræðslu og kynningu enda er vanþekking mikil og þar af leiðandi fordómar. Greinar hafa verið birtar í blöðum og þættir sýndir í sjónvarpi. Einnig hefur nokkur áhersla verið lögð á að halda fyrirlestra. Það bregst ekki að í hvert sinn sem vakin er athygli opinberlega á Tourette-heilkenni bætast nýir félagsmenn í hópinn og þá iðulega fólk sem ekki hefur haft hugmynd um af hverju vandamál þess stafar. Kennaraháskóli Íslands og Kennslumiðstöð Reykjavíkur hafa á námskeiðum sínum frætt stuttlega um þarfir TS-nemenda. Einnig hafa einstaklingar frá samtökunum og fagmenn haldið sérstaka kennslufyrirlestra í skólum. Mikið hefur unnist á stuttum tíma, en því fer víðs fjarri að nóg sé gert. Það er langt í land að heilkennið njóti fullrar viðurkenningar og skilnings í skólakerfi, vinnumarkaði og samfélaginu öllu. Tourette-samtökin hafa að markmiði að mynda tengsl milli félagsmanna svo þeir geti styrkt sjálfa sig og aðra.

Önnur starfsemi

Samtökin leitast við að gefa út fréttabréf tvisvar á ári þar sem veittar eru upplýsingar um starfsemina, félagsmenn segja reynslusögur, læknar svara spurningum og birtar eru þýddar greinar úr erlendum blöðum. Samtökin nýta sér líka í vaxandi mæli nútíma samskiptatækni til að hafa samband við félagsmenn um land allt. Samtökin skipuleggja fyrirlestra þar sem fjallað er um það sem er á döfinni. Þess má geta að nú um nokkurn tíma hefur verið opið hús hjá samtökunum annað slagið, þar sem foreldrar koma saman og bera saman bækur sínar. Á þessum fundum fæðast gjarnan góðar hugmyndir fyrir félagsstarfið. Tourette-samtökin hafa um árabil verið í samvinnu við samtök á hinum Norðurlöndunum. Einnig hafa samtökin sent sína fulltrúa á alþjóðlega ráðstefnu TSA í Bandaríkjunum, sem haldin er annað hvert ár

Mikilvægast af öllu er að kynna TS-heilkennið, að gera almenningi ljóst að hér er um einkenni að ræða sem TS-einstaklingurinn ræður ekki við nema að litlu leyti. Þeir þurfa því skilning og aðstoð, ekki bara kennara og aðstandenda heldur samfélagsins alls. Kenna þarf TS- einstaklingum og samfélaginu að það sé ekkert sem aftrar fulltíða einstaklingi með TS að lifa venjulegu lífi eins og það gerist og gengur.

Útgefið efni


  tourette@tourette.is

Þessi vefur keyrir á vefumsjónarkerfi frá Xodus.is