Tourette samtökin á Íslandi ForsíðaUm samtökinHafðu samband
Hvað er Tourette? Ábendingar Greinasafn Tenglar Veftré  
Fróðleikur um Tourette
Hóparnir Tourette foreldrar og Tourette-Ísland eru starfandi á Facebook.
Á döfinni
<mars 2018>
þrmifilasu
2627281234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
2345678
Fréttabréf
English version
Bækur um Tourette

Fjöldi bóka hefur verið skrifaður um Tourette heilkennið. Hér verða taldar upp nokkrar bækur sem félagsmenn hafa kynnt sér og óhætt er að mæla með, ef þið viljið mæla sérstaklega með einhverri bók sem ekki er hér er sjálfsagt að senda okkur póst. Auk þess eru taldar upp bækur sem fjalla um málefni sem tengjast Tourette (upplýsingar um bækur sem Tourette-samtökin hafa þýtt og gefið út er að finna hér).


Um Tourette:

A Mind of its Own
Ruth Dowling Bruun, Bertel Bruun
ISBN 0-19-506587-5
Í bókinni er saga Michael Lockman, sem er með væga útgáfu af Tourette, ofin saman við staðreyndir og upplýsingar um Tourette.

A Cursing Brain? The Histories of Tourette Syndrome
Howard I. Kushner
ISBN 0-674-00386-1
Yfirlit yfir sögu Tourette-heilkennisins frá öndverðri nítjándu öld til dagsins í dag. Fjallað er um uppgötvun heilkennisins á 19. öld og þróun í meðferð og greiningu.

Frásagnir fólks með Tourette:


Twitch and shout
Lowell Handler
Plume, 1999
ISBN: 0452277027
Bók skrifuð af ungum manni með TS sem segir frá leit sinni að svörum um sjúkdóm sem var ennþá minna þekktur þegar sagan gerist. Hann er ljósmyndari og myndasyrpur hans um TS hafa birst víða um heim.

What Makes Ryan Tick?
Susan Hughes
ISBN 1-878267-35-3
Frásögn móður drengs með Tourette. Í bókinni fjallar Susan um erfið unglingsár sonar síns og þær hindranir sem fjölskyldan þurfti að yfirstíga.

Don't Think About Monkeys
Ritstjórar: Adam Ward Seligman og John S. Hilkevich
ISBN 1-878267-33-7
Í bókinni er safnað saman frásögnum fjórtán einstaklinga með Tourette á ýmsum stigum. Oliver Sacks ritar inngangsorð.

Making Allowances
Ritstjóri: Chris Mansley
ISBN 1-904438-09-1
Safn af frásögnum fólks með Tourette.

Fyrir foreldra:

Children With Tourette Syndrome
Ritstjóri: Tracy Haerle
ISBN 0-933149-44-1
Handbók fyrir foreldra barna með Tourette, þar sem fjallað er um ýmsa þætti heilkennisins, svosem lyfjagjafir, meðferðir, skóla og nám, fjölskyldulíf og tilfinningalega þætti og bent á leiðir til að takast á við þá.

The School Survival Guide For Kids with LD (LD = Learning Differences)
Rhoda Cummings, Ed.D. og Gary Fisher, PhD.
ISBN 0-915793-32-6
Í bókinni er börnum sem eiga við námserfiðleika að stríða og foreldrum þeirra bent á lausnir og aðferðir sem geta hjálpað þeim í náminu.

Bækur almenns eðlis:


Kortlagning hugans
Rita Carter
Mál og Menning, 1999
ISBN: 9979319143
Sérlega glæsileg bók sem fjallar um viðleitni vísindamanna til að skilja hvernig heilinn vinnur. Ágætis umfjöllun um TS en líka mjög góður grunnur um heilann, sem setur kvilla eins og TS í samhengi og auðveldar þannig að skilja þá.


Your Anxious Child
Johns S. Dacey og Lisa B. Fiore
ISBN 0-7879-6040-3
Fjallað er um aðferðir sem auðvelda börnum að takast á við kvíða. Bókin byggir á COPE-áætluninni sem mikið er notuð í félagslegu starfi hér á landi.


Skáldsögur:

Quit it
Marcia Byalick
ISBN 0-440-41865-8
Carrie er nýgreind með Tourette og er að byrja í sjöunda bekk. Bók skrifuð fyrir ungt fólk, er auðlesin og hefur hlotið góða dóma.


Móðurlaus Brooklyn
Jonathan Letham
Lionel Essrog, einkaspæjari í Brooklyn, er með Tourette. Fyrir mörgum árum fékk hann vinnu á einkaspæjarastofu / bílaþjónustu Frank Minna. Þá var hann á unglingsaldri og bjó á Saint Vincent-drengjaheimilinu. Frank veitti honum mismarkvissa þjálfun í margvíslegum og mislöglegum efnum og gekk honum og félögum hans í föðurstað. Þegar Frank Minna er myrtur ákveður Lionel að hafa uppi á morðingja hans. Hvað sem það kostar (unnið er að gerð kvikmyndar eftir bókinni).


Annað:

Hope Press
Bókaútgáfa með margar af bestu bókunum um TS á einum stað.

Echolalia Press
Bækur og tímarit um Tourette Syndrome og fleira.

Útgefið efni


  tourette@tourette.is

Þessi vefur keyrir á vefumsjónarkerfi frá Xodus.is