Tourette samtökin á Íslandi ForsíðaUm samtökinHafðu samband
Hvað er Tourette? Ábendingar Greinasafn Tenglar Veftré  
Hóparnir Tourette foreldrar og Tourette-Ísland eru starfandi á Facebook.
Á döfinni
<mars 2018>
þrmifilasu
2627281234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
2345678
Fréttabréf
English version
Fræðslufundur 4. maí 2017
Fimmtudaginn 4. maí kl. 20 standa Tourette-samtökin fyrir fræðslufundi þar sem Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni verður með fyrirlestur um kvíða. 
 
14.3.2018
Aðalfundur og fræðslufyrirlestur
Aðalfundur Tourette-samtakanna á Íslandi verður haldinn mánudaginn 26. mars kl. 19:30 að Hátúni 10 jarðhæð, í sal beint á móti skrifstofu samtakanna. Dagskrá aðalfundar er: • Setning • Skýrsla stjórnar • Reikningar lagðir fram til samþykktar • Lagabreytingar • Félagsgjald komandi almanaksárs ákveðið • Kosning formanns • Kosning stjórnar • Kosning skoðunarmanns og annars til vara • Önnur mál Í ár þarf að kjósa tvo fulltrúa til tveggja ára í stjórn Tourette-samtakanna. Framboð til stjórnar þarf að berast skriflega og er áhugasömum bent á að senda tölvupóst á tourette@tourette.is. Kjörgengi hafa allir fullgildir félagar samtakanna. Fullgildir félagar geta orðið allir TS-einstaklingar og aðstandendur þeirra. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa allir skuldlausir félagar. Gert er ráð fyrir að aðalfundi sé lokið kl. 20:30 en strax að honum loknum ætlar Ólafur Thorarensen að halda fræðslufyrirlestur sem ber yfirskriftina „Pandas. Tilfelli og yfirlit“. Talið er að PANDAS sé undirflokkur Tourette þar sem Streptococcasýking veldur Tourette einkennum og áráttu- og þráhyggjuröskun. Ólafur er barnalæknir og sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum barna og vinnur á Barnaspítala Hringsins, í Domus Medica og í Malmö. Boðið verður upp á kaffiveitingar Hlökkum til að sjá ykkur Stjórn Tourette-samtakanna á Íslandi
Lesa alla fréttina

23.2.2018
Sameiginlegur fræðslufundur í Setrinu
Félögin í Setrinu standa saman að fræðslufundi mánudaginn 26. febrúar kl. 17 í Hásalnum í Hátúni 10. Gestur fundarins verður Margrét Héðinsdóttir en hún ætlað að kynna vefinn www.heilsuvera.is. Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir velkomnir.
Lesa alla fréttina

11.2.2018
Spjallfundur - Opið hús
Tourette-samtökin verða með spjallfund - opið hús þann 22. febrúar næstkomandi kl. 20 í Hátúni 10, jarðhæð í sal beint á móti skrifstofu samtakanna. Á spjallfundi gefst gott tækifæri fyrir rólegar og notalegar umræður um hvað eina sem fólki liggur á hjarta og viðkemur Tourette heilkenninu, bera saman bækur sínar, leita ráða í reynslubrunn annarra og miðla til annarra af sinni eigin þekkingu og reynslu. Kaffiveitingar í boði Tourette samtakanna. Gengið er inn vestan megin við bílastæðin við Hátúnsblokkirnar
Lesa alla fréttina

23.1.2018
Hittingur á Suðurnesjunum 29.01.2018
Tourette-samtökin eru að fara af stað með Tourette hittinga á landsbyggðinni og verður fyrsti hittingurinn mánudaginn 29. janúar kl. 19:30 í húsnæði Sjálfsbjargar að Iðavöllum 9b í Reykjanesbæ. Tilgangurinn með þessum hittingum er að efla félagsstarf samtakanna á landsbyggðinni. Boðið veður upp á kynningu á Tourette-samtökunum, fræðslu um Tourette sjúkdóminn og almennt spjall. Heitt verður á könnunni og allir 18 ára og eldri velkomnir, sem áhuga hafa á málefnum tengdum Tourette sjúkdómnum.
Lesa alla fréttina

21.1.2018
Stuðningsnet sjúklingafélaga
Fimmtudaginn 18. janúar síðastliðinn var stofnfundur Stuðningsnets sjúklingafélaganna, sem 14 hagsmunasamtök sjúklinga á Íslandi standa að og eru Tourette-samtökin ein þeirra. Hlutverk Stuðningsnets sjúklingafélaganna er að bjóða upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma og aðstandendur þeirra og er stuðst við aðlagað vinnuferli og námsefni frá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Þeir sem veita stuðninginn eru einstaklingar sem greinst hafa með svipaða sjúkdóma eða eru aðstandendur. Allir stuðningsfulltrúar hafa lokið stuðningsfulltrúanámskeiði hjá umsjónaraðila og/eða fagaðilum Stuðningsnetsins. Nánari upplýsingar um starfsemi Stuðningsnets sjúklingafélaganna er að finna á vefsíðunni http://studningsnet.is/
Lesa alla fréttina

20.12.2017
Jólakveðja
Tourette-samtökin á Íslandi óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Lesa alla fréttina

20.12.2017
Ályktun stjórnar ÖBÍ vegna fjárlagafrumvarps
Stjórn Öryrkjabandalags Íslands, á neyðarfundi sínum 18. desember 2017, lýsir gríðarlegum vonbrigðum með fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Skorað er á þingheim að standa við gefin loforð með því að gera strax mannsæmandi breytingar á framlögðu fjárlagafrumvarpi og leiðrétta kjör örorkulífeyrisþega. Hækka þarf óskertan lífeyri almannatrygginga verulega og afnema verður „krónu-á-móti-krónu“ skerðingu sérstakrar framfærsluuppbótar. Sjá nánari umfjöllun á vefsíðu ÖBÍ
Lesa alla fréttina

22.10.2017
Spjallfundur fyrir fullorðna með Tourette
Tourette-samtökin á Íslandi verða með spjallfund - opið hús fimmtudaginn 2. nóvember kl. 20. Þessi spjallfundur er einungis ætlaður fullorðnum einstaklingum með Tourette og er miðað við einstaklinga 18 ára og eldri. Á spjallfundi gefst gott tækifæri til að hitta aðra í svipuðum sporum og taka óformlegt spjall um allt sem okkur liggur á hjarta og viðkemur Tourette. Spjallfundurinn verður í salnum á 1. hæð í Hátúni 10, beint á móti skrifstofu samtakanna.
Lesa alla fréttina

15.9.2017
Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins
Undirbúningur fyrir afhendingu Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2017 er hafinn. Verðlaunin verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica 4. desember. Óskað er eftir að tilnefningar til verðlaunanna verði sendar inn fyrir þann 15. september næstkomandi. S já nánar á vefsíðu ÖBÍ
Lesa alla fréttina

4.9.2017
Spjallfundur – Opið hús fimmtudaginn 14. september
Á þessum fyrsta spjallfundi vetrarins ætlum að ræða skólamál í víðum skilningi. Sigríður Lára Haraldsóttir verður með okkur þetta kvöld en hún er móðir barns með Tourette og starfar hjá Erindi samtökum um samskipti og skólamál. Sigríður Lára er menntaður grunnskólakennari, með diploma í náms- og starfsráðgjöf, pmto meðferðaraðili og jógakennari og stundar nú nám í fjölskyldumeðferð. Hún er með fésbókarsíðuna „Sigga Lára - Fram á veginn slf.“ þar sem hún miðlar af reynslu sinni í leik og starfi, sjá nánar á https://www.facebook.com/framaveginn/ Erindi eru samtök fagfólks á sviði uppeldis-, lýðheilsu- og menntunarfræða og hafa það hlutverk að miðla fræðslu og skapa almenna umræðu um málefni sem varða hag barna og ungmenna á öllum skólastigum, nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni þeirra www.erindi.is . Spjallfundurinn verður í Hátúni 10 jarðhæð, í sal beint á móti skrifstofu samtakanna.
Lesa alla fréttina

21.6.2017
Ný kynningarmyndbönd um Tourette
ÖBÍ hefur framleitt tvö myndbönd á árinu fyrir Tourette samtökin, annars vegar kynningarmyndband um samtökin þar sem Íris Árnadóttir ræðir um starfsemi samtakanna og hins vegar myndband þar sem feðginin Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir og Gunnar Engilbert Hafberg Guðmundsson ræða um Tourette heilkennið og hvernig er að lifa með því. Youtube movie:http://www.youtube.com/embed/xus_LvRSw3g Youtube movie:http://www.youtube.com/embed/n_fFcHDBJPg
Lesa alla fréttina

28.4.2017
Minnum á fræðslufundinn um kvíða 4. maí
Við minnum á fræðslufundinn 4. maí kl. 20 þar sem Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni verður með fyrirlestur um kvíða barna. Fyrirlesturinn verður í Hátúni 10, jarðhæð, í sal beint á móti skrifstofu Tourette-samtakanna. Steinunn útskrifaðist árið 2010 frá Háskóla Íslands með cand.psych gráðu á barnasálfræðilínu. Steinunn var í starfsþjálfun á Þjónustumiðstöð Breiðholts og vann þar eitt ár eftir útskrift. Hún sinnti sálfræðiþjónustu unglinga og ungmenna í Forvarnar- og meðferðarteymi barna á Heilbrigðisstofun Suðurnesja í 18 mánuði 2011-2012. Frá þeim tíma hefur hún verið sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni og sinnt þar meðferð barna og fullorðinna. Auk þess að vera sálfræðingur á Litlu KMS hefur Steinunn kennt sálfræði á framhalds- og háskólastigi. Steinunn skrifar einnig pistla í Heilsuvísi og er athafnarstjóri hjá Siðmennt. Eftir fyrirlesturinn verður boðið upp á umræður og kaffiveitingar. Á fundinum verður hægt að kaupa nýju bókina Ráð handa kvíðnum krökkum – Fyrir fjölskyldur barna og unglinga sem glíma við kvíða og tilheyrandi krakkavinnubók, bókin kostar 3000 kr. og krakkavinnubókin 1000 kr. Einnig geta þeir sem vilja keypt eldri bækurnar sem Tourette-samtökin hafa gefið út, hvert eintak af þeim er á 1000 kr. og pakki með eldri bókunum sex er á 5000 kr. Athugið að enginn posi verður á staðnum og því getum við getum ekki tekið við greiðslum með korti. Hlökkum til að sjá ykkur Stjórn Tourette-samtakanna
Lesa alla fréttina

27.4.2017
Gangið með ÖBÍ 1. maí
Baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, er handan við hornið. Þátttaka Öryrkjabandalags Íslands á þessum mikilvæga degi hefur vaxið stig af stigi á síðustu árum og nú verður engin undantekning þar á. Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál hefur umsjón með deginum fyrir hönd bandalagsins. Sjá nánar á vefsíðu ÖBÍ
Lesa alla fréttina

18.4.2017
Stjórn að loknum aðalfundi 2017
Aðalfundur Tourette samtakanna var haldinn 30. mars síðastliðinn. Kosið var um formann og tvö sæti í stjórn. Arnþrúður Karlsdóttir bauð sig fram sem formann samtakanna, var hún ein í framboð og því sjálfkjörin. Sigrún Gunnarsdóttir og Erla Sólrún Valtýsdóttir voru í framboði fyrir tvö sæti í stjórn og voru þær sjálfkjörnar. Elísabet Rafnsdóttir var aftur kosin skoðunarmaður reikninga og til vara Jakob Þorsteinsson. Fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund var 6. apríl og skipti stjórn þá með sér verkum. Stjórn Tourette-samtakanna fyrir næst ár er svona: Arnþrúður Karlsdóttir, formaður (2 ár) Örnólfur Thorlacius, varaformaður (1 ár) Erla Valtýsdóttir, gjaldkeri (2 ár) Íris Árnadóttir, ritari (1 ár) Sigrún Gunnarsdóttir, meðstjórnandi (2 ár)
Lesa alla fréttina

4.4.2017
Skóli fyrir alla – hindranir eða tækifæri
Málefnahópur ÖBÍ um atvinnu- og menntamál býður til málþings um menntamál á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 5. apríl kl. 13:00-16:30. Þar verður rætt um jöfn tækifæri til menntunar og stefnuna skóli án aðgreiningar. Þá verður einnig skoðuð þau gráu svæði sem kunna að myndast á milli þjónustustiga þegar þeirri stefnu er fylgt. Sjá nánar um viðburðinn á Fésbókinni
Lesa alla fréttina

9.3.2017
AÐALFUNDARBOÐ
Aðalfundur Tourette-samtakanna á Íslandi verður haldinn fimmtudaginn 30. mars kl. 20:00 að Hátúni 10 jarðhæð, í sal beint á móti skrifstofu samtakanna. Dagskrá aðalfundar er: Setning Skýrsla stjórnar Reikningar lagðir fram til samþykktar Lagabreytingar Félagsgjald komandi almanaksárs ákveðið Kosning formanns Kosning stjórnar Kosning skoðunarmanns og annars til vara Önnur mál Að loknum aðalfundi skiptum við um gír og fáum við góðan gest í heimsókn. Það er hin frábæra Elva Dögg Hafberg uppistandari sem ætlar að koma og hjálpa okkur við að sjá spaugilegu hliðarnar á lífinu og tilverunni. Boðið verður boðið upp á kaffiveitingar og spjall á eftir uppistandi. Hlökkum til að sjá ykkur Stjórn Tourette-samtakanna á Íslandi
Lesa alla fréttina

22.2.2017
Sálfræðiþjónusta er líka heilbrigðisþjónusta
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra hefur tekið við áskorun þúsunda einstaklinga til stjórnvalda þess efnis að fella sálfræðiþjónustu nú þegar undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Átta félagasamtök, hrintu af stað undirskriftasöfnun um miðjan nóvember 2016 og var lokað fyrir söfnunina um miðjan janúar 2017 en þá höfðu 11.355 einstaklinga skrifað undir áskorunina. Þau félög sem stóðu að undirskriftarsöfnunin voru ADHD samtökin, Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Einhverfusamtökin, Einstök Börn, Landssamtökin Þroskahjálp, Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð, Tourette-samtökin á Íslandi og Umhyggja - félag langveikra barna. Sjá nánar frétt á vefsíðu ADHD samtakanna
Lesa alla fréttina

7.2.2017
Fyrirlestur um áhyggjur og kvíða barna
Mánudaginn 6. mars næstkomandi mun Umhyggja standa fyrir erindi um áhyggjur og kvíða barna. Fyrirlesturinn verður haldinn í salnum á 4. hæð á Háaleitisbraut 13, kl.17.30 og tekur um klukkustund. Ókeypis inn fyrir félaga í aðildarfélögum Umhyggju.
Lesa alla fréttina

24.12.2016
Jólakveðja

Lesa alla fréttina

15.11.2016
Undirskriftarsöfnun
Sálfræðiþjónusta er líka heilbrigðisþjónusta Við vekjum athygli á því að nokkur félagasamtök hafa tekið sig saman og hleypt af stokkunum undirskriftarsöfnun þar sem stjórnvöld eru hvött til að fella sálfræðiþjónustu nú þegar undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Með undirskrift tekur fólk undir þá kröfu að sálfræðiþjónusta verði veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta. Það eru ADHD samtökin, Þroskahjálp, Einhverfusamtökin, Einstök börn, Umhyggja, Þroskahjálp og Sjónarhóll ásamt Tourette-samtökunum sem standa að þessari undirskriftarsöfnun. Við hvetjum alla til að skrifa undir þetta verðuga málefni. Hér er tengill á undirskriftarsöfnunina og allar nánari upplýsingar: Undirskriftarsöfnun - Sálfræðiþjónusta er líka heilbrigðisþjónusta
Lesa alla fréttina

10.11.2016
Spjallfundur - Opið hús
Tourette-samtökin verða með spjallfund - opið hús þann 28. nóvember kl. 20 í Hátúni 10, jarðhæð. Á spjallfundi gefst gott tækifæri fyrir rólegar og notalegar umræður um hvað eina sem fólki liggur á hjarta og viðkemur Tourette heilkenninu, bera saman bækur sínar, leita ráða í reynslubrunn annarra og miðla til annarra af sinni eigin þekkingu og reynslu. Kaffiveitingar í boði Tourette samtakanna.
Lesa alla fréttina

10.11.2016
Mikilvægi þess að tilkynna aukaverkanir lyfja
Frá Lyfjastofnun: Um þessar mundir tekur Lyfjastofnun þátt í sam-evrópsku átaki um að vekja athygli almennings og heilbrigðisstarfsfólks á mikilvægi þess að tilkynna aukaverkanir af völdum lyfja til lyfjayfirvalda. Meginskilaboðin eru: Aukaverkanatilkynningar auka öryggi lyfja og með því að tilkynna getur þú hjálpað sjálfum þér og öðrum sem þurfa á lyfjameðferð að halda. -Facebook-síða Lyfjastofnunar: http://www.facebook.com/lyfjastofnun/ -Lyfjastofnun á Twitter: http://twitter.com/Lyfjastofnun -Myndband á Youtube um aukaverkanatilkynningar: http://bit.ly/2eED6gf -Góð ráð á vef Lyfjastofnunar um hvernig á að tilkynna aukaverkanir: http://bit.ly/2ewd8Zb Út þessa viku mun Lyfjastofnun deila efni sem tengist aukaverkanatilkynningum á Facebook og Twitter.
Lesa alla fréttina

1.11.2016
Ráð handa kvíðnum krökkum
Bókin Ráð handa kvíðnum krökkum – Fyrir fjölskyldur barna og unglinga sem glíma við kvíða var gefin út af Tourette-samtökunum á Íslandi í september 2016 ásamt tilheyrandi krakkavinnubók þar sem efnið er gert aðgengilegt fyrir börn. Höfundar eru fimm sérfræðingar og efnið byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar, HAM, og á hópmeðferð sem á Íslandi er nefnd Klókir krakkar (Cool Kids). Meðferð þessi hefur verið veitt hér á landi með góðum árangri og var fyrst innleidd á barna- og unglingageðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss, LSH/BUGL. Bókin er einfaldur og skýr leiðarvísir um hvernig hjálpa má börnum og ungmennum að takast á við kvíða með rökhugsun og breyttri hegðun. Gefin eru gagnleg ráð til að glíma við vandann, með eða án sérfræðihjálpar. Kvíði er algengur meðal barna og unglinga en allt að ein af hverjum fimm manneskjum glímir við hamlandi kvíða einhvern tíma á lífsleiðinni. Mjög mikilvægt er að gagnlegt fræðsluefni um kvíða sé aðgengilegt fjölskyldum, ekki síst í ljósi þess að margir eiga ekki greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu og þurfa jafnvel að sækja slíka þjónustu um langan veg. Ráð handa kvíðnum krökkum er leiðarvísir um hvernig hjálpa má barni eða unglingi til að ná stjórn á kvíða Flest börn hafa einhvern tíma verið myrkfælin, mörg börn óttast að skrímsli leynist undir rúminu þeirra – en sum börn, eða um tíunda hvert barn, eru haldin meiri kvíða en almennt gildir, sem getur haldið aftur af þeim og valdið því að þau njóti ekki bernsku sinnar sem skyldi. Í bókinni eru gefnar ýmsar hagnýtar og gagnreyndar leiðir til kvíðastjórnar. Foreldrar og aðrir sem koma að uppeldi barna læra hér hvernig má hjálpa börnum við að ná tökum á áhyggjum og ótta og stuðla þannig að bættri líðan þeirra. Bókin, sem hlaut viðurkenningu félags um hugræna atferlismeðferð í Bandaríkjunum, ACBT, í flokki sjálfshjálparbóka, fjallar meðal annars um: Hvernig kenna má börnum að „hugsa eins og spæjarar“ svo að þau geti borið kennsl á óraunhæfar áhyggjur Hvernig best er að bregðast við þegar börn verða hrædd Hvernig fá má börn smátt og smátt og varfærnislega til að takast á við kvíðavalda sína Hvernig hjálpa má börnum við að tileinka sér mikilvæga félagsfærni Bókin er seld hjá Tourette samtökunum, sími 840-2210, tourette@tourette.is, og kostar hún 3000 kr. og krakkavinnubókin 1000 kr. Skrifstofa Tourette samtakanna er í Hátúní 10, jarðhæð og er opin milli kl. 10 og 16 á miðvikudögum og er hægt að nálgast bókina þar. Bókin fæst einnig í bókaverslunum Pennans Eymundsson og Heimkaup.
Lesa alla fréttina

17.10.2016
Skóli án aðgreiningar - Hvað ætlar þú að gera?
"Hvað ætlar þinn flokkur að gera til að tryggja að hér á landi sé menntastefnunni um skóla án aðgreiningar raunverulega framfylgt?" Þannig hljóðar ein þeirra sex spurninga sem send var til fulltrúa allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis. ADHD samtökin eru í hópi 14 hagsmunasamtaka sem standa að sendingu spurningalistans. Tilgangurinn er að koma málinu betur á dagskrá en verið hefur og knýja á um bætta þjónustu við börn með geðrænan vanda, fötlun eða aðra sérstöðu. SAMFOK sendu í dag f.h. þrýstihóps um bætta þjónustu við börn með geðrænan vanda, fötlun eða aðra sérstöðu, spurningalista til allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningum þann 29. október næstkomandi. Að spurningalistanum standa 14 hagsmunasamtök; ◾SAMFOK ◾Barnaheill ◾ADHD samtökin ◾Einhverfusamtökin ◾Sjónarhóll ráðgjafarmiðstöð ◾Olnbogabörn ◾Umboðsmaður barna ◾Heimili og skóli ◾Þroskahjálp ◾Umhyggja ◾UNICEF á Íslandi ◾Foreldraráð Hafnarfjarðar ◾Málefli ◾Tourette-samtökin Spurningarnar eru eftirfarandi Hvað ætlar þinn flokkur að gera til að tryggja að hér á landi sé menntastefnunni um skóla án aðgreiningar raunverulega framfylgt? Það er á ábyrgð ríkis að verkefnum sem falin eru sveitarfélögum fylgi fjármagn. Hvernig ætlar þinn flokkur að tryggja að það fjármagn sem þarf til að reka skóla án aðgreiningar verði veitt frá ríki til sveitarfélaga? Í ljósi þess að öll þjónusta á að vera til staðar í skóla án aðgreiningar, er mikilvægt að þar sé nóg af vel menntuðu starfsfólki til að mæta margbreytilegum þörfum allra nemenda (t.d. grunnskólakennarar, sérkennarar, talmeinafræðingar, náms- og starfsráðgjafar, þroska-þjálfar). Hvaða leiðir sér þinn flokkur í að fjölga fagmenntuðum innan hvers skóla? Að mati hópsins þarf verulega að bæta aðbúnað og aðstöðu í skólum til þess að framfylgja stefnu um skóla án aðgreiningar, sbr. það sem fjallað er um í spurningu 3. Má til að mynda nefna húsrúm fyrir sérúrræði innan skólanna. Hvernig sér þinn flokkur fyrir sér að hægt sé að bæta þá þætti innan skóla án aðgreiningar? Hver er stefna flokksins í geðheilbrigðismálum og þá sérstaklega þegar horft er til geð-heilbrigðismála barna og ungmenna? Hver er stefna flokksins í málefnum stofnana sem koma að málum barna með sérþarfir svo sem Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, BUGL og Þroska- og hegðunarstöð. Hvernig hyggst þinn flokkur hafa áhrif á að biðlistum verði útrýmt? Að mati hópsins skortir verulega á að þjónusta við ofangreindan hóp barna uppfylli mannréttindaákvæði og lagaskyldu. Því vill hópurinn vekja athygli stjórnmálaflokkanna á ábyrgð þeirra á málefninu og mikilvægi þess að verulega verði bætt úr á næsta kjörtímabili. Hópurinn óskar svara við spurningunum fyrir þann 20. október og verða svörin birt á vefsíðum þeirra sem að listanum standa.
Lesa alla fréttina

14.10.2016
Ný bók - Ráð handa kvíðnum krökkum, kynnt bráðlega
Bókin sem kom út á 25 ára afmælinu 24. sept. verður kynnt hér á vefnum fljótlega, eða um leið og tilheyrandi krakkavinnubók kemur úr prentun,sem væntanlega verður í lok okt. eða byrjun nóv.
Lesa alla fréttina

1.10.2016
Afmælishátíð Tourette-samtakanna 8. október
Þann 24. september síðastliðinn voru 25 ár frá stofnun Tourette-samtakanna. Af því tilefni vilja Tourette-samtökin bjóða til afmælisveislu þann 8. október frá kl. 14 til 16, í húsnæði Salaskóla í Kópavogi í Versölum 5, við hliðina á Salalauginni og íþróttamiðstöðinni Versölum. Boðið verður upp á afmælistertu og töframaðurinn Jón Víðis heimsækir okkur kl. 15. Í tilefni afmælisins kom út bókin Ráð handa kvíðnum krökkum – Fyrir fjölskyldur barna og unglinga sem glíma við kvíða . Krakkavinnubók sem fylgir bókinni er væntanleg á næstu dögum. Bókin verður kynnt félagsmönnum á afmælishátíðinni og afmælisgestum gefst þá kostur á að kaupa hana ásamt krakkavinnubókinni á sérstöku kynningarverði aðeins þennan dag eða 2500 kr. Enginn posi er á staðnum þannig að þeir sem ætla að kaupa bókina þurfa að hafa með sér pening. Við hvetjum félagsmenn til að mæta og fagna 25 ára afmælinu með okkur og taka með sér gesti.
Lesa alla fréttina

24.9.2016
Tourette-samtökin eru 25 ára í dag!!!
Stjórnin óskar félagsmönnum til hamingju með 25 ára afmæli Tourette-samtakanna. Megi þau lifa og dafna vel og lengi. Í tilefni afmælisins kom út í dag bókin Ráð handa kvíðnum krökkum – Fyrir fjölskyldur barna og unglinga sem glíma við kvíða ásamt meðfylgjandi krakkavinnubók. Bókin verður kynnt félagsmönnum laugardaginn 8. október n.k., þegar haldin verður afmælishátíð. Nánar um bókina og afmælishátíðina fljótlega hér á vefnum og í tövlupósti. Á stofnfundi samtakanna árið 1991 voru 40 félagar og hefur fjöldi félagsmanna nánast sjöfaldast á þessum aldarfjórðungi. Tveir hópar eru starfandi á Fésbók – Tourette foreldrar og Tourette Ísland – og er þar lifandi umræða og fólk skiptist á upplýsingum og ráðgjöf. Alltaf er þó gott að blása meira lífi í tuskurnar og hyggst stjórnin efna til ýmissa viðburða í kjölfar afmælisins og gott væri að fá hugmyndir og óskir frá félagsmönnum um fyrirlestra og fleira. Með góðri kveðju frá okkur í stjórninni Arnþrúður, Örnólfur, Erla, Íris og Sigrún
Lesa alla fréttina

9.9.2016
Tilnefning/ar til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2016
ÖBÍ leitar aðstoðar okkar með tilnefningu/-ar til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2016. Undirbúningur fyrir afhendingu verðlauna 2016 er hafinn. Verðlaunin verða afhent í Silfurbergi, Hörpu, 3. desember á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Óskað er eftir tilnefningum fyrir 15. september 2016. Verðlaunaflokkarnir eru þrír, flokkur: 1. Einstaklinga 2. Fyrirtækja/stofnana 3. Umfjöllunar og kynningar Verðlaunin eru veitt þeim sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og stuðlað að einu samfélagi fyrir alla. Tilnefna má sömu aðila og tilnefndir voru í fyrra ef vitað er að þeir séu vel að verðlaununum komnir. Vinsamlegast sendið tilnefningar rafrænt á eyðublaði sem finna má á heimasíðu ÖBÍ á slóðinni: http://www.obi.is/is/um-obi/hvatningarverdlaun-obi/hvatningarverdlaun-eydublad Einnig má prenta eyðublaðið út og senda í hefðbundnum pósti til Kristínar M.Bjarnadóttur starfsmanns nefndarinnar á skrifstofu ÖBÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík.
Lesa alla fréttina

7.9.2016
Nýr formaður tekinn við
Á stjórnarfundi Tourette-samtakanna þ. 6. sept. 2016 varð Arnþrúður Karlsdóttir formaður. Hún var áður varaformaður og tók við formennsku af Sigrúnu, sem verður áfram í stjórninni. Um leið varð Örnólfur Thorlacius varaformaður.
Lesa alla fréttina

27.6.2016
Upptaka á Youtube af málþingi Geðhjálpar
Hefur okkur borið af leið…? Geðhjálp vekur athygli á því að upptaka af dagskrá málþingsins er komin inn á youtube í gegnum slóðina https://www.youtube.com/playlist?list=PLa_fQHzWy262raTAAOlWRMnX0UhI8Bz5j undir yfirskriftinni Hefur okkur borið af leið…? Endilega bendið áhugasömum á að nýta sér upptökuna til að kynna sér efni og umræður á þinginu. Frekari upplýsingar um starfsemi Geðhjálpar er hægt að nálgast á facebooksíðu samtakanna Landssamtökin Geðhjálp og heimasíðunni www.gedhjalp.is Þar er einnig hægt að gerast árlegur- eða styrktarfélagi í Geðhjálp ásamt því að skrá sig á póstlista. Þá eru áhugasamir hvattir til að senda Geðhjálp hugmyndir að umfjöllunarefni og ábendingar í tengslum við geðheilbrigðisþjónustu í víðu samhengi í gegnum netfangið gedhjalp@gedhjalp.is
Lesa alla fréttina

13.6.2016
Hefur okkur borið af leið…? - málþing Geðhjálpar
Hefur okkur borið af leið…? Málþing Geðhjálpar í samstarfi við Geðlæknafélag Íslands, Fagdeild geðhjúkrunarfræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands og Sálfræðingafélag Íslands um greiningar, geðlyfjanotkun og sjúkdómsvæðingu. Heiðursgestur er hinn þekkti bandaríski geðlæknir, fyrirlesari og höfundur bókarinnar Saving Normal Allen Frances. Málþingið fer fram á ensku. Gullteigur, Grand Hótel 15. Júní 2016. Fundarstjóri, Héðinn Unnsteinsson. Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á málþingið með því að senda tölvupóst með nafni þátttakanda og nafni og kennitölu greiðanda verkefnisstjori@gedhjalp.is. Aðgangseyrir kr. 2.000, frítt fyrir félaga í Geðhjálp. Hægt er að skrá sig í Geðhjálp á www.gedhjalp.is. Hægt er að festa kaup á bókinni Saving Normal í Eymundsson og við innganginn á málþinginu. 13.00 – 13.15 Inngangsorð Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar. 13.15 – 15.00 Geðgreiningar: notkun þeirra og misnotkun Allen Frances, geðlæknir, fjallar um áherslur sínar í vinnunni við DSM4, gagnrýni á DSM5, ofgreiningar, yfir- og undirþjónustu, ofneyslu lyfja og sérstöðu Íslands hvað varðar ofneyslu lyfja. 15.00 – 15.15 Kaffi 15:15 – 15.25 Ég er Jón - Leiklistahópur Hlutverkaseturs undir stjórn Ednu Lupita 15.25 – 15.35 Það er ekkert að mér en það kom eitthvað fyrir!! Einar Björnsson. 15.35 – 15.45 Sannleikurinn mun gera yður frjálsan. Auðna Ýr Oddsdóttir. 15.45 – 16.30 Pallborðsumræður Héðinn Unnsteinsson stýrir pallborðsumræðum með þátttöku Allen Frances, Hrannars Jónsson, formanns Geðhjálpar, Þórgunnar Ársælsdóttur frá Geðlæknafélagi Íslands, Guðbjargar Sveinsdóttur frá Fagdeild geðhjúkrunarfræðinga, Gunnlaugar Thorlacius frá Félagsráðgjafafélagi Íslands, Sylviane Lecoultre frá Iðjuþjálfafélagi Íslands og Bóasar Valdórsson frá Sálfræðingafélagi Íslands.
Lesa alla fréttina

26.5.2016
Stjórn að loknum aðalfundi
Stjórn að loknum aðalfundi og stjórnarfundi í kjölfarið: Sigrún Gunnarsdóttir, formaður, áfram í 1 ár; Arnþrúður Karlsdóttir, varaformaður, áfram í 1 ár; Erla Valtýsdóttir, gjaldkeri, áfram í 1 ár; Íris Árnadóttir, ritari, kosin til tveggja ára; Örnólfur Thorlacius, meðstjórnandi, kosinn til tveggja ára; Kosið var um tvö sæti í stjórn í þetta sinn þar sem tveggja ára kjörtímabili Írisar og Örnólfs var að ljúka. Þau buðu sig bæði fram aftur og hlutu kosningu. Elísabet Rafnsdóttir var aftur kosin skoðunarmaður reikninga og til vara Nanna Berglind Baldursdóttir.
Lesa alla fréttina

6.5.2016
Aðalfundur verður haldinn 25. maí n.k.
AÐALFUNDARBOÐ ! Aðalfundur Tourette-samtakanna verður 25. maí n.k., sem er miðvikudagskvöld, kl. 20:00 að Hátúni 10 jarðhæð, í sal við nýju skrifstofuna. Dagskrá fundarins: * Venjuleg aðalfundarstörf * Félagsgjald ákveðið * Kosning hluta stjórnar til næstu tveggja ára * Kosning skoðunarmanns og annars til vara * Önnur mál Kaffi í boði félagsins og spjall að loknum aðalfundarstörfum. Stjórnin vonast til að sjá ykkur sem flest.
Lesa alla fréttina

29.4.2016
Geðheilbrigðisþjónusta við börn og unglinga
Á lausnaþingi sem haldið var í gær var m.a. framsöguerindi um skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis: Geðheilbrigðisþjónusta við börn og unglinga - Annað og þriðja þjónustustig - Febrúar 2016, sem er að finna á vefnum: http://rikisendurskodun.is/wp-content/uploads/2016/02/SU-Gedheil-born-unglinga.pdf Í skýrslu þessari og á lausnaþinginu kom vel fram, eins og mörg okkar þekkjum af eigin raun, að þrátt fyrir að skv. lögum sé skylt að veita börnum með ýmiss konar sérstöðu, börnum sem "passa ekki í kassann", ýmsa þjónustu, þá tekst kerfinu ekki vel að takast á við það. Börn þessi og unglingar eru þá jafnvel að miklu leyti og stundum alveg hlunnfarin varðandi hana. Börnin eru lengi á biðlistum sem jafnvel eru ekki vel skilgreindir og tapa þar með stórlega varðandi þroska og nám.
Lesa alla fréttina

28.4.2016
Græðandi raddir - heimildamynd heimsfrumsýnd
Geðhjálp vekur athygli almennings á heimsfrumsýningu heimildar-kvikmyndarinnar Græðandi raddir (Healing Voices) föstudaginn 29. apríl kl. 16.00. Kvikmyndasýningin fer fram í húsakynnum Geðhjálpar við Borgartún 30 og er öllum opin og ókeypis. Í kvikmyndinni segja þrír notendur geðheilbrigðisþjónustunnar í Bandaríkjunum frá veikindum sínum, reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og jafningjastuðningi í nokkrum viðtölum á fimm ára tímabili. Sérfræðingar á borð við Robert Whitaker, dr. Bruce Levine, Will Hall og Marius Romme fjalla um sögu geðheilbrigðisþjónustu, mannréttindabrot og miskunnarleysi gagnvart notendum í gegnum tíðina. Frekari upplýsingar um kvikmyndina má finna á http://healingvoicesmovie.com/
Lesa alla fréttina

24.4.2016
Nýtt Umhyggjublað á vefnum
Þema Umhyggjublaðsins að þessu sinni er sjálfsmynd og í blaðinu er grein eftir unga konu með Tourette o.fl.: "Mig langar að segja þér litla sögu. Einu sinni var lítill telpuhnokki. Hún var fyndin og skemmtileg, björt yfirlitum og hæfileikarík á mörgum sviðum. Hún var líka mjög heppin vegna þess að foreldrar hennar höfðu óskað sér að eignast hana í langan tíma og þegar hún fæddist var hún mikið elskuð. En þó svo að hún væri ósköp falleg lítil telpa sem svaf vel á nóttunni og var dugleg að borða þá var hún samt aðeins öðruvísi.“ Með þessu orðum hefst grein, eftir Elvu Dögg Hafberg Gunnarsdóttur, sem hefur fengið heitið Spegill, spegill og fjallar um sjálfsmynd langveikra barna en sjálf er Elva Dögg með Tourette. Sjá á vef Umhyggju á slóðinni: http://www.umhyggja.is/media/forsidubordar/Umhyggja_1.tbl.21-árg_LOW-16.april.pdf
Lesa alla fréttina

22.4.2016
Lausnaþing um málefni barna sem passa ekki í „kass
Lausnaþing um málefni barna sem passa ekki í „kassann“ fer fram í Skriðu, Stakkahlíð, í sal menntavísindasviðs Háskóla Íslands, fimmtudaginn 28. apríl frá kl. 14-17. Þingið er ætlað fagfólki jafnt sem foreldrum og öðrum áhugasömum. Aðgangur er ókeypis. Skráning fer fram hér: https://docs.google.com/forms/d/1ndLH6pY2slq_4kGYseA_VJ_V6bRJKfyKaVI5yUYWU4Y/viewform?c=0&w=1. Það hefur lengi verið vitað að þegar börn með einhvers konar sérstöðu passa ekki í „kassann“ á kerfið erfitt með takast á við það. Nýútkomin skýrsla ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga, annað og þriðja þjónustustig, staðfesti það sem fagfólk og aðstandendur hafa lengi vitað. Kerfið virkar ekki alltaf rétt. Börn eru allt of lengi á biðlistum og á meðan gerist oft lítið eða ekkert í þeirra málum, þroska þeirra og námi. Við viljum skoða hvað hægt er að gera, eiga samtal við sem flesta hlutaðeigandi og bæta verklag og þjónustu við börnin sem þurfa á að halda. Eftirtalin samtök: SAMFOK, ADHD samtökin, Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Einhverfusamtökin, Félag skólastjórnenda í Reykjavík, Heimili og skóli, Landssamtökin Þroskahjálp, Olnbogabörn, Sjónarhóll, Umboðsmaður barna Umhyggja og UNICEF standa fyrir lausnaþingi um næstu skref. Við vitum hver vandinn er, nú þarf að leysa hann. Drög að dagskrá: Endanleg dagskrá kemur í lok vikunnar og má fylgjast með á Facebookviðburðarsíðu þingsins hér: https://www.facebook.com/events/638926439588457/ Kl. 14 - Jakob Guðmundur Rúnarsson, Ríkisendurskoðun, kynnir niðurstöður skýrslunnar Geðheilbrigðisþjónusta við börn og unglinga. Kl. 14.15 - Amanda Watkins, aðstoðarforstjóri Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir, kynnir úttekt á framkvæmd skóla án aðgreiningar hér á landi sem Evrópumiðstöðin annast á þessu ári. Hún kynnir einnig lauslega starfsemi Evrópumiðstöðvarinnar. Kl. 14.35 - Kristín Björnsdóttir, dósent við HÍ, og Haukur Guðmundsson fjalla um skóla án aðgreiningar. Kl. 14.55 - Inga Birna Sigfúsdóttir, Sjónarhóli, fjallar um lausnamiðaða teymisvinnu. Kl. 15.15 – Kaffihlé Kl. 15.25 - Kristín María Indriðadóttir, verkefnastjóri fjölgreinadeildar grunnskóla Hafnarfjarðar, fjallar um vinnu með börnum með fjölþættar þarfir. Kl. 15.45 - Foreldrar barna í vanda segja frá reynslu sinni. Kl. 16.00 – Umræður – pallborð þátttakenda
Lesa alla fréttina

11.4.2016
Opinn fundur um þjónustu v. fatlað fólk á Akureyri
Opinn fundur um gerð velferðarstefnu Akureyrarbæjar Fundur um þjónustu við fatlað fólk á Akureyri verður haldinn mánudaginn 11. apríl n.k. frá kl. 17:00 – 19:00 á 2. Hæð í Íþróttahöllinni við Skólastíg, gengið inn um aðalinnganginn að ofanverðu. Velferð og lífsgæði fatlaðs fólks eru mikið hagsmunamál Fyrir samfélagið. Fundurinn er opinn öllum, en fatlað fólk, Aðstandendur og starfsfólk er sérstaklega hvatt til að mæta. Hér gefst gott tækifæri til að hafa áhrif á stefnu og áherslur Akureyrarbæjar er varðar málefnið. www.facebook.com/velferdarstefnaakureyar Allir velkomnir Velferðarráð Akureyrarbæjar
Lesa alla fréttina

5.4.2016
„Enginn getur gripið barnið annar en ég.“
Nýlega var opnað fyrir aðgang að mastersritgerð í félagsráðgjöf á Skemmunni. Slóðin er: http://hdl.handle.net/1946/23405 „Enginn getur gripið barnið annar en ég.“ Upplifun foreldra af því að eiga barn greint með Tourette Syndrome. Höfundur er Klara Hjartardóttir. Í útdrætti um rannsóknina segir eftirfarandi: Tilgangur rannsóknarinnar er að rannsaka upplifun foreldra af því að eiga barn greint með TS. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á upplifun foreldra af greiningarferlinu og því sem tekur við eftir að niðurstaða greiningar liggur fyrir. Einnig var leitast við að dýpka skilning á því hvernig foreldrar takast á við það álag sem fylgir því að eiga barn með TS. Tekin voru viðtöl við sex viðmælendur, allir voru mæður barna með TS. Þrjár þeirra áttu drengi með TS og hinar þrjár áttu stúlkur, börn þeirra voru öll á svipuðum aldri og fengu greiningu á TS fyrir fáum árum. Helstu niðurstöður eru að það þarf verulega að bæta stuðning við foreldra barna með TS. Viðmælendurnir virtust hafa fengið lítinn sem engan stuðning í greiningarferlinu og það sama má segja um upplýsingar um röskunina eða hvert væri hægt að leita eftir stuðningi og aðstoð. Þekkingarleysi um röskunina er vandamál í samfélaginu sem nauðsynlegt er að bæta. Upplifun foreldranna á að eiga barn með TS virtist vera svipuð á milli viðmælenda. Einn viðmælandi skar sig þó úr því að hann var sjálfur greindur með TS og vissi af möguleikanum á arfgengi frá því barn hans fæddist. Ef foreldrar barna með TS hljóta meiri stuðning batnar staða þeirra og þeir geta stutt börnin sín betur. Það er því ávinningur allra að veita foreldrunum stuðning og góðar upplýsingar á meðan á greiningarferli stendur og eftir að greining liggur fyrir. Alls komu sex þemu í ljós í rannsókninni sem verða hér kölluð léttir, þekkingarleysi, venjur, óeigingirni, óvissa og úrræðasemi. Lykilorð: Tourette, upplifun foreldra, stuðningur fagaðila.
Lesa alla fréttina

3.4.2016
,,Það er allt í lagi að vera öðruvísi"
Tourette samtökin bjóða félagsmönnum á fyrirlestur 7. apríl n.k. kl. 20:00 í aðstöðu samtakanna að Hátúni 10, jarðhæð. Aðalheiður Sigurðardóttir er móðir einhverfrar stúlku og hefur hefur á undanförnu ári haldið áhugaverða fyrirlestra í skólum og leikskólum um fjölbreytileikann. Hún miðlar á einlægan hátt af ferðalagi sínu sem einhverfumömma frá sorg til viðurkenningar. Helstu markmið með þessum fyrirlestrum er að vekja athygli á ólíkum birtingarmyndum einhverfunnar og breyta viðhorfum um staðalímyndir. Einnig er mikil áhersla lögð á að hvetja til samstarfs á milli foreldra og skóla og hvernig það samstarf getur bætt lífsgæði barna. Aðalheiður kynnir jafnframt verkefni sitt Ég er unik, sem er vefsíða þar sem fólk getur búið til sínar persónulegu fræðslubækur.
Lesa alla fréttina

1.12.2015
Líf sem vert er að lifa - Lives worth living
Sýning á heimildarmyndi í Hörpu 2. des. , sjá á slóðinni https://www.facebook.com/events/1219306774749995/ Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra, í samvinnu við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi, stendur fyrir sýningu á heimildarmyndinni Lives Worth Living - Líf sem vert er að lifa 2. Desember, 2015 kl. 17:00 í Silfurbergi í Hörpu í tilefni af alþjóðadegi fatlaðs fólks, sem er 3. desember, og 25 ára afmælis Americans with Disabilities Act (ADA). Eftir myndina fara fram pallborðsumræður, undir stjórn Ingu Lindar Karlsdóttur, þar sem fulltrúar hagsmunaaðila ræða stöðu málefna fatlaðs fólks á Íslandi og hvaða skref er hægt að taka inn í framtíðina. Eygló Harðardóttir félags og húsnæðismála ráðherra , Hjördís Anna Haraldsdóttir kennari og stjórnarmaður í Félagi heyrnarlausra, Hrafnhildur Tómasdóttir sviðsstjóri ráðgjafar og vinnumiðlunar Vinnumálastofnunar, Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður, Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar, Alma Ýr Ingólfsdóttir mannréttindalögfræðingur og Bergur Þorri Benjamínsson varaformaður Sjálfsbjargar LSF. munu verða í pallborði. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Léttar veitingar í boði. Lives Worth Living - Líf sem vert er að lifa er frásögn af upplifunum, reynslu og baráttu fyrir jöfnum réttindum fólks með fötlun í Bandaríkjunum. Myndin sýnir ótrúlegt hugrekki og einurð þeirra sem helguðu sig mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. Barátta þeirra leiddi til þess að lög voru sett í Bandaríkjnum (ADA)sem viðurkenndu og vörðu réttindi fólks með fötlun. Samkvæmt Independent Lens, segir heimildarmyndin frá einni mikilvægustu og þó minnst þekktu mannréttindabaráttu í sögu Bandaríkjanna.
Lesa alla fréttina

17.11.2015
Keiluhittingur fyrir 6-15 ára
Laugardaginn 28. nóvember er keiluhittingur fyrir krakkaá aldrinum 6-15 ára, ef þátttaka verður næg. Mæting er stundvíslega kl. 13:45 í Keiluhöllina í Egilshöll. Spilaður verður einn leikur og svo er börnunum boðið upp á pizzu og gos á eftir. Þessi keiluhittingur er hugsaður fyrir börn með Tourette, til að gefa þeim tækifæri á að hitta önnur börn með Tourette og skemmta sér saman. Við vonumst til að hittingurinn gefi börnunum tækifæri til að mynda vinasambönd og styrki þau félagslega og vinni á móti félagslegri einangrun sem börnum með Tourette er hættara við að lenda í en öðrum börnum. Við förum fram á að hverju barni fylgi einn fullorðinn og þarna er einnig tækifæri fyrir okkur foreldrana til að kynnast og taka létt spjall um leið og við erum börnunum innan handar meðan þau spila keilu. Tilkynna þarf þátttöku til Tourette samtakanna með tölvupósti á tourette@tourette.is eða í síma 840 2210. Skrá þarf nafn barns og aldur, nafn fylgdarmanns og símanúmer. Tourtte samtökin greiða niður þátttökugjaldið sem er 2.290 kr og er ykkar hlutur aðeins 1000 kr. á barn. Þátttaka er staðfest með því að greiða 1000 kr. inn á reikning samtakanna eigi síðar en 26. nóvember n.k. Lágmarksþátttaka er 10 börn. Kennitala Tourette samtakanna er 700991-1139 og bankaupplýsingar eru 0301-26-1139, setjið nafn barns sem skýringu og sendið kvittun á netfangið tourette@tourette.is. Hlökkum til að sjá ykkur
Lesa alla fréttina

13.11.2015
Opinn fundur ÖBÍ um kjaramál
Mannsæmandi lífskjör fyrir alla. Opinn fundur ÖBÍ um kjaramál. Laugardaginn 21. nóvember frá kl. 13.00 -15.00 á Grand hóteli Reykjavík(Gullteig). Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. Dagskrá fundarins verður kynnt fljótlega á heimasíðu og facebook síðu ÖBÍ.
Lesa alla fréttina

11.11.2015
Málstofa: Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu
Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu. Hvernig verðum við tilbúin fyrir framtíðina? Málstofa á Hótel Hilton 18. nóv. 2015 Ertu að velta fyrir þér hvernig félags- og heilbrigðisþjónustan geti orðið enn betri? Á vinnu-stofunni „Hvernig verðum við tilbúin fyrir framtíðina – nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu“ sem haldin verður 18. nóv. 2015 hefur þú tækifæri til að fá upplýsingar og taka þátt í samræðu um stefnumál og aðgerðir á þessu sviði. Vinnustofan á erindi við alla þá sem láta sig velferðarmál varða. Aðgangur er ókeypis og skráning á vefsíðu velferðarráðuneytisins. Vakin er athygli á því að í vinnustofunni verður fjallað um nýja stefnumörkun á sviði velferðar og tækni í félagsþjónustu og fjölda aðgerða sem eru hluti stefnumörkunarinnar, kynntar ýmsar nýjungar ásamt mögulegum fjármögnunarleiðum við innleiðingu nýrra úrræða í velferðarþjónustu. Þar á sitthvað eftir að koma á óvart. Við hlökkum til að sjá þig og væntum þátttöku þinnar í umræðunni. Skráning er á http://www.velferdarraduneyti.is/veltek2015
Lesa alla fréttina

27.10.2015
Ráðstefna - Starfsendurhæfing í nútíð og framtíð
Ráðstefna í tilefni 15 ára afmælis Janusar endurhæfingar. Starfsendurhæfing í nútíð og framtíð Haldin á Grand Hóteli í salnum Hvammi, 12. nóvember, kl. 8:30-12:00 Salurinn opnar kl. 8:00 Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Nauðsynlegt er að skrá sig á www.janus.is Dagskrá 8:30-12:00 Kristinn Tómasson, Dr. med. geð- og embættislæknir, opnar ráðstefnuna. Styrmir Gunnarsson, fv. ritstjóri flytur ávarp. Kristín Siggeirsdóttir MSc Janus endurhæfing, uppbygging, hugmyndafræði og árangur. Brautin- nýsköpunarverkefni, gagnvirkt tölvuforrit í starfsendurhæfingu. Lykill að árangri innan starfsendurhæfingar. Óbirt vísindarannsókn. Kaffi, te og meðlæti Ómar Hjaltason geðlæknir Mikilvægi geðlæknisfræðilegrar nálgunar í starfsendurhæfingu. Gyða Eyjólfsdóttir PhD sálfræðingur Erfiðar upplifanir í æsku, áhrif á frammistöðu á vinnumarkaði og heilsufar. Nauðsyn sálfræðimeðferðar! Brynjar Ólafsson uppeldis- og menntunarfræðingur „… að mennta í orðsins sanna skilningi.“ Tálgun í starfsendurhæfingu. Óbirt vísindarannsókn. Brynjólfur Y. Jónsson Dr. med. bæklunarlæknir Ekki er allt sem sýnist, sjúkdómsgreiningar í starfsendurhæfingu. Óbirtar niðurstöður. Kristinn Tómasson Dr. med. geð- og embættislæknir flytur lokaorð.
Lesa alla fréttina

23.10.2015
Vitar og völundarhús - málþing Umhyggju 30. okt.
Í tilefni af 35 ára afmæli Umhyggju nú í október býður stjórn Umhyggju til málþings. Málþingið - Vitar og völundarhús - verður haldið þann 30. október á Hilton Nordica og hefst kl. 14.00 og lýkur kl. 16.30. Í lokin verður boðið upp á léttar veitingar. Málþingið er öllum opið og enginn aðgangseyrir. Sjá nánar um skráningu og dagskrá á slóðinni: http://www.umhyggja.is/um-felagid/frettir/nr/1048
Lesa alla fréttina

15.10.2015
Ráðstafanir Sjúkratrygginga vegna verkfalls
Komi til verkfalls verður lokað hjá Sjúkratryggingum Íslands frá 15. október til og með 20. október. Viðskiptavinum er bent á að senda tölvupóst til stofnunarinnar vegna erinda sinna og verður þeim svarað eins fljótt og hægt er. Vakin er athygli á að netföng einstakra deilda má sjá á www.sjukra.is. Í neyðartilvikum er hægt að hringja í neyðarsíma 515 0199 á afgreiðslutíma stofnunarinnar milli kl. 10.00-15.00. Rafræn þjónustuleið á www.sjukra.is er opin allan sólarhringinn.
Lesa alla fréttina

12.10.2015
Málþing hjá Geðhjálp 13. okt. n.k. - Öðruvísi líf
Geðhjálp auglýsir málþing varðandi aðstandendur í Gullteig á Grand Hóteli kl. 13 miðvikudaginn 14. október n.k. Öðruvísi líf - Upplifun, reynsla og lærdómur aðstandenda geðsjúkra Sjá dagskrá á http://gedhjalp.is/odruvisi-lif/ Tilkynna þarf þátttöku í gegnum netfangið verkefnisstjori@gedhjalp.is með því að gefa upp nafn og kenntölu og nafn og kennitölu greiðanda ef hann er annar en þátttakandi.
Lesa alla fréttina

10.9.2015
Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna 10. sept.
UNGIR KARLAR Í FORGRUNNI Haldið verður upp á Alþjóðadag sjálfsvígsforvarna með fjölbreyttri dagskrá í fjórum byggðarlögum á landinu fimmtudaginn 10. sept. • Fjölmiðlar sem og allur almenningur er boðinn velkominn á frumsýningu forvarnarmyndbands Útmeð'a forvarnarátaksins gegn sjálfsvígum ungra karla og fyrirlestur í Þjóðminjasafninu í Reykjavík kl. 15.30 þennan dag. • Efnt verður til minningarstunda um fórnarlömb sjálfsvíga í Dómkirkjunni í Reykjavík, Akureyrarkirkju, Egilsstaðakirkju og Keflavíkurkirkju kl. 20 sama dag. Dagskráin í Þjóðminjasafninu hefst með stuttum inngangi Hrannars Jónssonar, formanns Geðhjálpar, um þema dagsins. Því næst verður forvarnarátakið Útmeð'a kynnt. Átakið er samvinnuverkefni Geðhjálpar, Hjálparsíma Rauða krossins og tólf manna hlaupahóps undir yfirskriftinni Útmeð'a. Með yfirskriftinni eru ungir karlmenn hvattir til að setja erfiðar tilfinningar í orð til að bæta líðan sína. Hlaupahópurinn hljóp hringveginn með viðkomu í Vestmannaeyjum til að safna fyrir kostnaði við gerð myndbandsins fyrr í sumar. Markmiðið með gerð og dreifingu myndbandsins er að stuðla að fækkun sjálfsvíga á Íslandi - einkum meðal karla í aldurshópnum 18 til 25 ára. Sjálfsvíg eru algengast dánarorsök karlmanna í þessum aldurshópi á Íslandi. Í myndbandinu er tæpt á nokkrum helstu orsökum sjálfsvíga ungra karla og veittar upplýsingar um hvert fólk í sjálfsvígs- hugleiðingum getur leitað sér hjálpar. Myndbandinu verður dreift á netinu og styttri útgáfa sýnd í hefðbundnum fjölmiðlum og kvikmyndahúsum. Stefnt er að því að fylgja myndbandinu eftir með fyrirlestrum í framhaldsskólum. Myndbandið er framleitt af Tjarnargötunni ehf. Eftir frumsýningu myndbandsins mun Steindór J. Erlingsson, vísindasagnfræðingur, segja frá sinni eigin reynslu af því að gera tilraun til sjálfsvígs, fjalla um sjálfsvíg í víðu samhengi og þær leiðir sem bættu líðan hans. Eftir erindið munu Steindór og nokkrir sérfræðingar verða til viðtals við fjölmiðla og almenning í hliðarsal. Þar verður boðið upp á kaffi fyrir gesti. Minningarstundir með hugvekju og tónlist verða haldnar í Dómkirkjunni í Reykjavík, Akureyrarkirkju, Egilsstaðakirkju og Keflavíkurkirkju kl. 20 um kvöldið. Að dagskránni standa: Þjóðkirkjan, embætti landlæknis, geðsvið Landspítalans, Ný dögun, Lifa, Rauði krossinn, Hugarafl og Geðhjálp. Frekari upplýsingar veita Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur hjá embætti landlæknis í s. 862 8156 og Anna G. Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar í s. 693 9391. Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna 10. september. DAGSKRÁ Í ÞJÓÐMINJASAFNINU: 15.30 Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, flytur inngangsorð. 15.40 Anna G. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir frá tilurð og markmiði Útmeð'a forvarnarverkefnisins. 15.50 Friðleifur Friðleifsson, hlaupari segir frá hringhlaupi Útmeð'a hlaupahópsins og sýnir nokkrar ljósmyndir úr hlaupinu. 16.00 Hjálmar Karlsson, verkefnisstjóri Hjálparsíma Rauða krossins, segir frá uppbyggingu og endaskilaboðum myndbandsins. 16.10 Myndband Útmeð'a hópsins frumsýnt. 16.15 Steindór J. Erlingsson, vísindasagnfræðingur, flytur erindi. 16.30 Fulltrúar verkefnisins og sérfræðingar verða til viðtals fyrir fjölmiðla og almenning í hliðarsal. Þar verður gestum boðið upp á kaffi. 17.00 LOK.
Lesa alla fréttina

20.8.2015
Tourette World Congress í London í júní s.l.
Tveir úr stjórn Tourette-samtakanna fóru á Tourette World Congress í London í júní s.l., þau Íris og Örnólfur. Ráðstefnugögn eru á vefslóðinni http:\\touretteworldcongress.org. Nánar verður sagt frá ráðstefnu þessari í fréttabréfi síðar. Eftirarandi kom frá Írisi þegar hún var úti á ráðstefnunni: "Er á þessari ráðstefnu ásamt um 450 öðrum. Í gær sat ég námskeið í atferlismeðferð við kækjum. Virðist virka álíka vel og lyfjameðferð en án aukaverkana. Hlakka til að deila þessari reynslu með þeim sem hafa áhuga. Það er hægt að sækja app með upplýsingum um ráðstefnuna, glærum fyrirlesara og fræðigreinum. Heitir Tourette2015.“
Lesa alla fréttina

18.8.2015
Afsláttur til aðildarfélaga ÖBÍ - Miðasala Josh Bl
Afsláttur til aðildarfélaga ÖBÍ - Miðasala Josh Blue - upplýsingar og afsláttarkóði. Jón Gunnar Geirdal, sá sem sér um að fá Josh Blue til Íslands, býður félagsmönnum í aðildarfélögum ÖBÍ afslátt á uppistand Josh sem verður föstudaginn 4 september kl. 20.00 í Háskólabíó. Sjá nánar upplýsingar um Josh á slóðinni: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/08/16/myndi_ekki_skipta_fotluninni_ut/ Sjá leiðbeiningar hér aftar um hvernig afslátturinn fæst. ---------------------------------------- From: Jón Gunnar Geirdal [mailto:geirdal@ysland.is] Sent: 21. júlí 2015 22:27 Subject: Miðasala Josh Blue - upplýsingar og afsláttarkóði Góða kvöldið allir - upplýsingar neðst í póstinum og linkar til að senda með til upplýsinga, Forsala miða byrjar á fimmtudagsmorgun kl.10 hér: http://midi.is/atburdir/1/9094/Josh_Blue Afsláttarkóðinn virkar svona: ------------------------ Hvernig nota ég afsláttinn? Smelltu á græna Kaupa miða takkann, veldu þér miða til kaups og í reitinn "Ertu með afsláttarkóða“ í skrefi #3 sláðu þá inn eftirfarandi: joshkomedy Smelltu á „Virkja“ og þá sérðu að afslátturinn kemur inn um leið. ATH: Staðfestið EKKI greiðslu fyrr en afsláttur er sýnilega orðinn virkur. ------------------------- Grínistinn Josh Blue skemmtir hér á landi föstudagskvöldið 4.september í Háskólabíói - þessi einstaki uppistandari sigraði Last Comic Standing á NBC árið 2006 og hefur síðan þá ferðast um heiminn með óborganlegt uppistand sitt. Josh Blue er fatlaður grínisti og gerir óspart grín að fötlun sinni, viðbrögðum samfélagsins við fötlun sinni og annarra og brýtur þannig niður staðalmyndir um fatlað fólk og salurinn öskrar af hlátri með honum. Grín-sýning hans er í stöðugri þróun og engar tvær sýningar eru eins hjá einum albesta uppistandara heims - og eiga íslenskir grín-aðdáendur því von á góðu þetta föstudagskvöld í Háskólabíói þegar hann mætir með Palsy on Ice Tour uppistandið. Forsala miða hefst á fimmtudaginn: http://midi.is/atburdir/1/9094/Josh_Blue - almenn miðasala hefst strax eftir verslunarmannahelgi. Josh Blue hefur slegið í gegn á Comedy Central og er þar reglulegur gestur í Mind of Mencia - einnig gaf hann út uppistandið Sticky Change sem fékk frábærar viðtökur og var hann fyrsti maðurinn til að vera með uppistand í spjallþætti Ellen DeGeneres. https://www.youtube.com/watch?v=qMSrpZi_6WM - Josh Blue í Last Comic Standing https://www.youtube.com/watch?v=Nhuq1Hz22UA&list=PL4IYcfRggWPGV-fpE3bTkh9EssYWEosAg - Josh Blue/Sticky Change uppistandið Heimasíða Josh Blue: http://joshblue.com/ http://komedy.is/ Komedy í samstarfi við Bola & Doritos færa þér Josh Blue: Palsy on Ice Tour uppistandið.
Lesa alla fréttina

10.8.2015
Ráðstefna „Sköpun skiptir sköpum“ þ. 4. sept.
Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum, bjóða til ráðstefnunnar „Sköpun skiptir sköpum“, föstudaginn 4. september 2015 á Grand Hótel kl. 9.30 – 17.30. Umfjöllunarefni: Menning margbreytileikans. Virkjum þátttöku fatlaðs fólks í menningu og listum. Þekktur fyrirlesarari Josh Blue http://joshblue.com/ flytur erindi um fötlunarhúmor. Hann er mjög þekktur í sínu heimalandi fyrir „stand up“. Nánari upplýsingar veitir Hrefna K. Óskarsdóttir, verkefnisstjóri ÖBÍ, netfang hrefna@obi.is, sími 530 6705. Vinsamlega hjálpið okkur við að láta þessar upplýsingar berast sem víðast. Bára Snæfeld Upplýsingafulltrúi ÖBÍ
Lesa alla fréttina

6.8.2015
Námskeið hjá Stjúptengslum
Að læra og fræðast um stjúptengsl og sérstöðu stjúpfjölskylda reynist flestum gagnlegt og auðveldar fólki að takast á við sérstök verkefni hennar á uppbyggilegan máta. Þessi námskeið eru á vegum Stjúptengsla í haust: 2. september - Hlutverk stjúpfeðra - Örnámskeið 3.september - Hlutverk stjúpmæðra - Örnámskeið 4. september - Stjúptengsl fyrir fagfólk 5.- 6. september - Sterkari saman - Helgarnámskeið fyrir pör 7.september - Gerandi í eigin lifi - persónuleg stefnumótun 6.vikna kvöldnámskeið 9.september - Fæðing barns i stjúpfjölskyldu - Örnámskeið 10. september - Stjúpuhittingur - 6. vikur 11. september Gerandi í eigin lífi - persónuleg stefnumótun 6. vikna dagnámskeið 15. september - Stjúpfjölskyldur 50plús - Örnámskeið 23. september - Börn í stjúpfjölskyldum - hvað ber að hafa í huga? - Örnámskeið 23. október - Vímuefnaneysla barna og ungmenna - áhættuþættir - forvarnir - fjölskylduvinna. Námskeið ætlað fagfólki. (nánar auglýst síðar en námskeiðið er haldið í samvinnu við Jónu Margréti Ólafsdóttur, MA hjá Lifandi ráðgjöf) 24. - 25. október - Sterkari saman - Helgarnámskeið fyrir pör - snemmskráning hafin 30. október - Stjúptengsl fyrir fagfólk Sjá jafnframt ókeypis erindi á vegum Félags stjúpfjölskyldna og símaráðgjöf Bókanir fyrir einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf, erindi fyrir fyrirtæki og stofnanir, handleiðslu fyrir fagfólk o.fl. er á netfangið stjuptengsl@stjuptengsl.is eða í síma 6929101 Staðsetning ræðst af fjölda þátttakenda og verður auglýst síðar. Með bestu kveðju Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA og aðjúnkt Vensl ehf. 460611-1130 sími 6929101 www.stjuptengsl.is
Lesa alla fréttina

15.7.2015
Viðmælendur óskast vegna rannsóknar
Nemi í félagsráðgjöf hafði samband við stjórn Tourette-samtakanna vegna rannsóknar og er eftirfarandi erindi hennar til foreldra barna sem fengið hafa greiningu um Tourette: ---------------------------------------------------------------------------- Viðmælendur óskast vegna rannsóknar á upplifun foreldra sem eiga barn greint með Tourette heilkenni. Rannsóknin er hluti af meistaranámi mínu til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Tilgangur rannsóknarinnar er að dýpka skilning foreldra og fagaðila á því hvernig foreldrar takast á við það álag sem fylgir þeirri reynslu að eiga barn greint með Tourette heilkenni. Rannsókn sem þessi hefur ekki verið framkvæmd hérlendis áður og mun væntanlega hjálpa hópi foreldra barna með Tourette heilkenni að vinna úr þeim tilfinningum sem fylgja greiningu barns. Rannsóknin gæti einnig nýst starfsfólki á heilbrigðissviði sem kemur að greiningu barnanna og þeim sem vinna með foreldrunum og börnunum þegar koma upp sálfræðileg vandamál í kjölfar greiningarinnar. Ég óska eftir að komast í samband við foreldra sem eiga barn á grunnskólaaldri sem hefur fengið greiningu á Tourette heilkenni. Hægt er að hafa samband við mig í gegnum tölvupóst á klarahj@gmail.com eða í síma 845-2649. Fyllsta trúnaðar og nafnleyndar verður gætt við vinnslu rannsóknarinnar og þess gætt að ekki komi fram persónurekjanlegar upplýsingar um þátttakendur. Rannsóknin hefur fengið leyfi Persónuverndar og Vísindasiðanefndar. Virðingarfyllst og í von um góða þátttöku. Klara Hjartardóttir félagsráðgjafarnemi.
Lesa alla fréttina

3.7.2015
Tilnefningar til Hvatningarverðlauna ÖBÍ
ÖBÍ leitar aðstoðar aðildarfélaga sinna varðandi tilnefningu/-ar til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2015 Undirbúningur fyrir afhendingu verðlauna 2015 er hafinn. Verðlaunin verða afhent í Silfurbergi, Hörpu, 3. desember á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Óskað er eftir tilnefningum fyrir 15. september 2015. Verðlaunaflokkarnir eru þrír, flokkur: 1. Einstaklinga 2. Fyrirtækja/stofnana 3. Umfjöllunar/kynningar Veitt þeim sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og stuðlað að einu samfélagi fyrir alla. Tilnefna má sömu aðila og tilnefndir voru í fyrra ef vitað er að þeir séu vel að verðlaununum komnir. Vinsamlegast sendið tilnefningar rafrænt á eyðublaði sem finna má á heimasíðu ÖBÍ á slóðinni: http://www.obi.is/um-obi/hvatningarverdlaunOBI/tilnefningar2015eydublad/ Einnig má prenta eyðublaðið út og senda í hefðbundnum pósti til Báru Snæfeld starfsmanns nefndarinnar á skrifstofu ÖBÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík.
Lesa alla fréttina

31.5.2015
V. dóms Héraðsdóms Rvk um sérst. húsaleigubætur
Örorkulífeyrisþegi vann mál gegn Reykjavíkurborg vegna sérstakra húsaleigubóta. ÖBÍ rak málið fyrir viðkomandi enda er þetta prófmál sem varðar stóran hóp örorkulífeyrisþega sem leigja hjá leigufélagi líkt og Brynja hússjóður ÖBÍ er. Niðurstaða dómsins var sú að Reykjavíkurborg hafði ekki rétt á að synja leigjandanum um sérstakar húsaleigubætur þar sem hann væri að leigja húsnæði hjá Brynju hússjóði. Ætla má að réttarbót fylgi í kjölfarið. Meðfylgjandi er fréttatilkynning um málið. Hér er umfjöllun RÚV um málið: www.ruv.is/frett/borgin-matti-ekki-synja-oryrkja-um-baetur Og hér má sjá fréttatilkynningu ÖBÍ varðandi þetta: www.obi.is/utgafa/frettir/nr/1757 Á vef Velferðarráðuneytisins segir eftirfarandi: Sveitarstjórn getur tekið ákvörðun um að greiða hærri húsaleigubætur en sem nemur grunnfjárhæðum húsaleigubóta. Um er að ræða húsaleigubætur sem eru viðbót við grunnfjárhæðir húsaleigubóta, þ.e. „sérstakar húsaleigubætur". Sveitarstjórn skal setja reglur um slíkar bætur og kynna íbúum sveitarfélagsins með tryggum hætti. Sérstakar húsaleigubætur eru ætlaðar leigjendum sem búa við mjög erfiðar félagslegar og fjárhagslegar aðstæður. Stuðningurinn er tengdur leigjandanum sjálfum í formi sérstakra bóta sem taka mið af persónulegum aðstæðum í stað þess að tengjast íbúðinni. Breytingin felur jafnframt í sér að valfrelsi leigjenda eykst og stuðningskerfið verður sýnilegra. Umsækjendur sem uppfylla ákveðin skilyrði, til dæmis um tekjur og eignir, eiga rétt á greiðslum. Aðgerð þessi er í samræmi við 4. mgr. 5. gr. laga um húsaleigubætur, nr. 138/1997, og sérstöku húsaleigubæturnar fylgja skilyrðum, reglum og jafnvel útreikningi hefðbundinna húsaleigubóta og eru nátengdar þeim. Frá 1. apríl 2008 hefur ríkið endurgreitt í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga 60% af útgjöldum sveitarfélaga vegna sérstakra húsaleigubóta. Reykjavíkurborg hefur greitt þessar bætur þeim sem uppfylla skilyrðin og leigja á almennum markaði eða af Félagsbústöðum hf. Þeim sem leigja af Brynju hússjóði ÖBÍ, Sjálfsbjörgu, Blindrafélaginu og fleiri samtökum hefur verið neitað um þessar bætur. Í Héraðsdómi Reykjavíkur féll dómur þar sem viðurkennt var að Reykjavíkurborg sé óheimilt að útiloka þá sem leigja af svona samtökum frá þessum bótum. Borgin hefur þrjá mánuði til að áfrýja dómnum og þá má búast við að Hæstiréttur dæmi í málinu eftir um 10 mánuði. ÞVÍ ER MIKILVÆGT AÐ FÓLK FARI AÐ SÆKJA UM HJÁ REYKJAVÍKURBORG VEGNA AFTURVIRKS BÓTARÉTTAR. EF EKKI ER ÁFRÝJAÐ EÐA AÐ MÁLIÐ VINNST Í HÆSTARÉTTI Á FÓLK RÉTT Á BÓTUNUM AFTURVIRKT FRÁ ÞVÍ AÐ ÞAÐ SÆKIR UM. BENT ER Á AÐ NAUÐSYNLEGT ER AÐ HAFA ÖLL SAMSKIPTI SKRIFLEG. ALDREI AÐ LÁTA DUGA AÐ FÁ MUNNLEGT SVAR FRÁ STARFSMANNI REYKJAVÍKURBORGAR. ÞEIR STUNDA AÐ SVARA SEM MESTU GEGNUM SÍMA OG ÞÁ HEFUR FÓLK EKKERT Í HÖNDUNUM SEM SANNAR SAMSKIPTIN.
Lesa alla fréttina

29.5.2015
Undirskriftasöfnun v. Samn. SÞ um réttindi fatl.
Stjórn ÖBÍ hefur sent aðildarfélögum póst til að minna okkur á undirskriftasöfnun, þar sem skorað er á stjórnvöld að lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ísland er eitt fárra landa sem undirritað hafa samninginn en ekki lögfest hann ennþá: ÖBÍ minnir á undirskriftasöfnunina okkar þar sem skorað er á stjórnvöld að lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það þarf að gera skurk í því að safna undirskriftum og vinsamlegast áframsendið þetta á ykkar félagsmenn. Við [ÖBÍ] komum til með að afhenda listann fyrir þinglok (í lok maí). Einfalt er að smella bara hér og skrifa undir: http://www.obi.is/askorun Sjá má nánar um Samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks á http://www.obi.is/thinn-rettur/samningar-um-malefni-fatladra/
Lesa alla fréttina

5.5.2015
AÐALFUNDARBOÐ !
Aðalfundur Tourette-samtakanna verður haldinn í maí, nánar til tekið fimmtudagskvöldið 28. maí 2015 kl. 20:00 að Hátúni 10, í salnum á 9. hæð. Dagskrá fundarins: * Venjuleg aðalfundarstörf * Félagsgjald ákveðið * Kosning formanns til næstu tveggja ára * Kosning hluta stjórnar til næstu tveggja ára * Kosning skoðunarmanns og annars til vara * Önnur mál Kaffi í boði félagsins og spjall að loknum aðalfundarstörfum. Stjórnin vonast til að sjá ykkur sem flest.
Lesa alla fréttina

11.3.2015
Listaverkauppboð og tónlistarveisla í vikunni
Skautadeild íþróttafélagsins Aspar efnir til LISTAVERKAUPPBOÐS OG TÓNLISTAVEISLU Í VIKUNNI. Viðburðirnir eru haldnir til þess að styrkja þátttöku íþróttafólks félagsins í skautamótum erlendis. Þrír keppendur eru á leið til Vínar í Austurríki í mars til að keppa á alþjóðlegu Special Olympics móti og átta keppendur eru að fara til Glasgow í Skotlandi í apríl á alþjóðlegt Inclusive Skating mót. 12. MARS VERÐUR TÓNLISTARVEISLA Á HENDRIX SEM HEFST KL. 20., þar sem fjöldi listamanna kemur fram. Þar verða Hlynur Ben, Einar Ágúst, Böddi Reynis, Bjarni töframaður Baldvinsson, Erla Hrönn, Haffi Haff og margir fleiri. Hægt er að finna nánari upplýsingar á viðburðasíðunni Tónleikaveisla skautadeildar Aspar á Facebook. 12. – 18. MARS VERÐUR HALDIÐ LISTAVERKAUPPBOÐ Á SLÓÐINNI skautar.netlausn.is þar sem m.a. Tolli og Gunnella hafa gefið listaverk til að styðja starf deildarinnar. Keppendur og aðstandendur þeirra þakka af heilum hug öllum þeim listamönnum sem hafa lagt þeim lið. Íþróttafélagið Ösp hefur mikla sérstöðu, en það er íþróttafélag fyrir fatlaða og þroskahamlaða. Ekkert annað félag býður upp á sérhæfðar æfingar fyrir þennan hóp. Íþróttafélagið Ösp hefur unnið mikið frumkvöðlastarf og hefur verið með í að þróa keppniskerfi fyrir fatlaða þátttakendur í þeirri von að boðið verði upp á listskauta á vetrarólympíuleikum í framtíðinni. Árið 2014 var fyrsta alþjóðlega skautamótið fyrir fatlaða þátttakendur haldið hérlendis. Íþróttafélagið Ösp kom að skipulagningu mótsins sem haldið var af Íþróttasambandi fatlaðra og með stuðningi Skautasambands Íslands. Nú halda keppendur frá félaginu utan á alþjóðleg mót. Þar sem ferðakostnaður þjálfara og fylgdarmanna, sem eðlilega þurfa að vera fleiri en hjá öðrum íþróttamönnum vegna fötlunar iðkenda, lendir allur á keppendum er efnt til viðburða til að safna fé til ferðanna.
Lesa alla fréttina

12.2.2015
Er framhaldsskólinn fyrir alla? - Málþing 12. mars
Er framhaldsskólinn fyrir alla? Menntun fatlaðs fólks – aðgengi og úrræði - fimmtudaginn 12. mars 2015, kl. 12.30 – 16.00 Grand Hótel Reykjavík. Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum bjóða til málþings um aðgengi fatlaðra ungmenna að menntun. Málþingið er ætlað öllu áhugafólki um efnið, nemendur framhaldskóla - bæði fatlaðir og ófatlaðir - eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Lesa alla fréttina

11.2.2015
Fræðslukvöld 23. febrúar n.k. - Ólafur Thorarensen
Fræðslukvöld fyrir fullorðna, léttur kvölverður og spjall mánudagskvöldið 23. feb. n.k. ef næg þátttaka verður, að Hátúni 10, í salnum á 9. h. – Ólafur Thorarensen taugalæknir barna verður með fyrirlestur og svarar fyrirspurnum Kl. 19:30 verður hollur og léttur kvöldverður sem Kolla heilsugúru útbýr fyrir okkur. Um kl. 20 Kemur svo Ólafur Thorarensen og fræðir um heila- og taugasjúkdómafræði Tourette og svarar fyrirspurnum. – Síðan getur fólk spjallað saman yfir kaffibolla eftir heimsókn Ólafs. Tilkynna þarf þátttöku fyrirfram til Tourette samtakanna með því að senda tölvupóst á tourette@tourette.is eða hringja í síma 840 2210. Þátttökugjald er 1000 kr. á mann og þátttaka er staðfest með því að borga 1000 kr. gjaldið inn á reikning samtakanna ekki síðar en fimmtudaginn 19. febrúar n.k. Tiltekin lágmarksþátttaka er 20 manns. Kenni¬tala sam¬takanna er 700991-1139 og viðskipta¬banki er aðalútibú Arion: 0301-26-1139. Ath. að Hátún 10 er vestasta ÖBÍ blokkin.
Lesa alla fréttina

3.2.2015
Dagur sjaldgæfra sjúkdóma, málþing 27. feb. kl. 13
Dagur sjaldgæfra sjúkdóma - Málþing 27. feb. Kl. 13-15 Skráning hafin, sjá nánar á vefslóðinnihttp://www.greining.is/is/greiningarstod/frettir/opid-malthing-27-februar-dagur-sjaldgaefra-sjukdoma Alþjóðlegur dagur um sjaldgæfa sjúkdóma verður haldinn 28. febrúar. Í ár ber þann dag upp á laugardag og því er fyrirhuguð dagskrá föstudaginn 27. febrúar. Félagið Einstök börn og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins boða til málþings í tilefni dagsins á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13 - 15. Allir velkomnir, þátttaka ókeypis, skráning hér fyrir neðan. Erindi flytja: Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður Einstakra barna og foreldri Sólveig Sigurðardóttir, barnalæknir á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Reynir Arngrímsson, dósent í klíniskri erfðafræði við HÍ Ingólfur Einarsson, barnalæknir á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Friðrik Friðriksson, lögfræðingur og foreldri Málþingið er öllum að kostnaðarlausu endilega dreifið á þá sem hafa hugsanlega áhuga.
Lesa alla fréttina

3.2.2015
Fræðslunámskeið f. foreldra 6-12 ára barna m. ADHD
Tourette-samtökin hafa samið við ADHD samtökin eins og nokkur undanfarin ár um að benda Tourette félagsmönnum á þau námskeið sem eru í boði hjá ADHD. Nú stendur yfir skráning á námskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með adhd, sem haldið verður laugardagana 21. og 28. febrúar 2015. Skráning er hafin, sjá nánar á vefslóðinni http://www.adhd.is/is/um-adhd/frettir/fraedslunamskeid-fyrir-foreldra-6-12-ara-barna-med-adhd Félagsmenn í Tourette-samtökunum, sem hafa greitt árgjaldið sitt, fá þetta námskeið niðurgreitt á sama hátt og niðurgreitt er hjá ADHD fyrir þeirra félagsmenn: Einstaklingur Báðir foreldrar / forráðamenn / aðstandendur Félagsmenn kr. 12.500 kr. 20.000 Aðrir kr. 20.500 kr. 28.000 gegn því að framvísa greiðslukvittun fyrir námskeið.
Lesa alla fréttina

28.1.2015
Lækkað verð á útgefnum bókum samtakanna
Á stjórnarfundi þ. 22. janúar s.l. var ákveðið að lækka verð á bókum samtakanna sem gefnar hafa verið út fram til ársins 2011 og selja hverja og eina á 1.000.- krónur. Einnig eru þær allar sex saman í pakka seldar á 5 .000.- krónur. Verðlækkunin á bókapakkanum er um helmingsafsláttur. Sjá nánar ef smellt er á hnappinn TILBOÐ Á BÓKUM hér til hægri. Félagsmenn og fleiri sem ekki eiga þessar bækur fá nú kjörið tækifæri til þess að eignast þær allar. Tilboðið mun verða auglýst með tölvupósti til skóla og bókasafna.
Lesa alla fréttina

26.1.2015
FYRIRLESTUR: ÞJÓNUSTA VIÐ BÖRN MEÐ ADHD
FRÆÐSLUFYRIRLESTUR: ÞJÓNUSTA VIÐ BÖRN MEÐ ADHD - STAÐA OG HORFUR - ADHD samtökin bjóða upp á fræðslufyrirlestur í safnaðarheimili Neskirkju þriðjudaginn 10. febrúar undir yfirskriftinni "Þjónusta við börn með ADHD og skyldar raskanir: Staða og stefna". Þar mun Gyða Haraldsdóttir, forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar Heilsugæslunnar fjalla um fjalla um þjónustu við börn með ADHD á Íslandi, bæði út frá því hvernig hún er og hvernig hún ætti að vera, að hennar áliti. Fyrirlesari: Gyða Haraldsdóttir forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar Heilsugæslunnar. Staður og stund: Safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg, þriðjudaginn 10. febrúar kl. 20:00 Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig vegna takmarkaðs sætaframboðs. Sjá nánar og um skráningu á http://www.adhd.is/is/um-adhd/frettir/fraedslufyrirlestur-thjonusta-vid-born-med-adhd-stada-og-horfur
Lesa alla fréttina

26.1.2015
Fundur á Akureyri 26. janúar m. formanni ÖBÍ
Ellen Calmon formaður ÖBÍ mun halda fund fyrir félaga aðildarfélaga ÖBÍ á Akureyri mánudaginn 26. janúar, í Lionssalnum á 4. hæð í Alþýðuhúsinu Skipagötu 14. Fundurinn hefst kl. 17 og er áætlað að honum ljúki um kl. 18:30. Ellen ætlar að kynna það helsta sem liggur fyrir í starfsemi ÖBÍ á árinu og langar til að heyra hvað helst brennur á aðildarfélögunum á Norðurlandi. Boðið verður upp á veitingar. Ef einhver ykkar hafið ekki bókað ykkur á fundinn en hafið áhuga og tök á að mæta, þá megið þið gjarnan setja ykkur í samband við Ellen í síma 694 7864 eða á netfangið ellen@obi.is
Lesa alla fréttina

20.1.2015
V. umsókna um um örorkulífeyri og tengdar greiðslu
Umsókn um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Á vef Tryggingastofnunar tr.is er komið endurbætt umsóknareyðublað um örorkulífeyri og tengdar greiðslur, sjá hér http://www.tr.is/media/ororkulifeyrir/Umsokn-um-ororkulifeyri-og-tengdar-greidslur-15_januar_2015.docx.
Lesa alla fréttina

15.1.2015
Námskeið fyrir foreldra, fagfólk og aðra áhugasama
Dagsetningar námskeiða vorannar 2015 komnar inn á síðu TMF www.tmf.is. Skráning er nú hafin. Ýmis námskeið í boði í iPad en einnig önnur námskeið eins og námskeiðið Tölvan sem verkfæri, þar sem kennt er á Ivona talgervla-forritið og pdf lesarann FoxitReader sem nýtist vel t.d. lesblindum nemendum. Námskeiðið vinsæla í kennsluaðferðinni ASL þ.e. Að skrifa sig til læsis með lyklaborði, er einnig í boði. Sjá nánar á www.tmf.is www.tmf.is / Facebook Háaleitisbraut 13 Sími 562 9494
Lesa alla fréttina

15.1.2015
Opið hús miðvikud. 21. jan. kl. 20 að Hátúni 10, 9
Stjórn samtakanna ákvað á fundi um daginn að prófa aftur að halda opið hús eins og gert var annað slagið þar til fyrir nokkrum árum. Félagsmenn komu þá stundum allnokkrir til að kynnast, deila reynslu, skiptast á skoðunum og hugmyndum, fylgjast með því sem er á döfinni og ræða við stjórnarmeðlimi, en svo dró úr mætingum um það leyti sem fésbókarhóparnir mynduðust. Sjáumst eftir tæpa viku, miðvikudagskvöldið 21. janúar, kl. 20, í salnum á 9. hæð í Hátúni 10.
Lesa alla fréttina

5.1.2015
Ráðstefna BUGL Þeytispjöld og þrumuský, 9. jan.n.k
Árleg ráðstefna Barna- og unglingageðdeildar LSH, BUGL, verður haldin föstudaginn 9. janúar 2015 kl. 08:00-16:00 á Grand Hótel Reykjavík . Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þeytispjöld og þrumuský - Erfið hegðun barna . Skrá þarf sig f. 7. jan. á : http://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/klinisk-svid-og-deildir/kvenna-og-barnasvid/bugl/radstefnur/theytispjold-og-thrumusky-2015/skraning-a-radstefnuna-theytispjold-og-thrumusky-/
Lesa alla fréttina

22.11.2014
Jólaball ÖBÍ 30. nóv. kl. 15-17
ÖBÍ heldur jólaball í Sigtúni 42 sunnudaginn 30. nóv. kl. 15-17 . Ykkur er öllum boðið á jólaball með börnum og barnabörnum. En skráning er nauðsynleg og eruð þið vinsamlegast beðin að senda upplýsingar um fjölda fullorðinna og fjölda barna til Önnu Guðrúnar á netfangið anna@obi.is fyrir kl. 12 þriðjudaginn 25. nóvember nk.
Lesa alla fréttina

22.11.2014
Fötluð börn og ungmenni í samfélagi nútímans
Ráðstefna um fötlunarrannsóknir föstudaginn 28. nóv. n.k. kl. 09:00-15:00 á Grand hótel Reykjavík. Félag um fötlunarrannsóknir og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands bjóða til ráðstefnu um fötlunarrannsóknir. Ráðstefnan er ætluð öllu áhugafólki um efnið. Aðalfyrirlesari er Barbara Gibson. Ráðstefnugjald er kr. 5.000. Sjá má nánar um dagskrá ráðstefnunnar á vefslóðinni: www.obi.is/utgafa/vidburdir/2014/11/28/eventnr/575
Lesa alla fréttina

5.11.2014
Erindi málþings um ungmenni með tvíþættan vanda
Nýlega var haldið málþing á vegum Geðhjálpar og Olnbogabarna um börn og ungmenni með tvíþættan vanda, þ.e. bæði geðrænan vanda og vanda vegna vímuefnaneyslu. Í framhaldi af málþinginu var send út fréttatilkynning til fjölmiðla og bréf til þingmanna. Þeir sem stóðu að málþinginu hafa nú sent vefslóð þar sem finna má erindin sem flutt voru á málþinginu og biðja fólk að dreifa til áhugasamra: https://www.youtube.com/watch?v=dl_GcAr4jc8&index=1&list=PLa_fQHzWy263U9jGO2ACDYLHkV4pYfDAA
Lesa alla fréttina

15.10.2014
Börn og ungmenni með tvíþættan vanda
Málþing Geðhjálpar og Olnbogabarna Börn og ungmenni með tvíþættan vanda Hvernig kemur heilbrigðis- og velferðaþjónusta til móts við börn og ungmenni með geðrænan- og vímuefnavanda? Hvað er í veði? Höfum við villst af leið? Hvað gerum við nú? Gullteigur, Grand Hótel 23. október 2014. Sjá nánar um málþingið á www.gedhjalp.is Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á málþingið með því að senda tölvupóst með nafni þátttakanda og nafni og kennitölu greiðanda á verkefnisstjori@gedhjalp.is. Aðgangseyrir kr. 1.500, frítt fyrir félaga í Geðhjálp og Olnbogabörnum. Hægt er að skrá sig í Geðhjálp á www.gedhjalp.is. Hægt er að skrá sig í Olnbogabörn www.olnbogabornin.is.
Lesa alla fréttina

11.9.2014
Bendum félagsmönnum á námskeiðin hjá ADHD
Tourette-samtökin hafa samið við ADHD samtökin eins og nokkur undanfarin ár um að benda Tourette félagsmönnum á þau námskeið sem eru í boði hjá ADHD. Nú stendur yfir skráning á námskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með adhd, sem haldið verður laugardagana 20. og 27. september, sjá á vefslóðinni http://www.adhd.is/is/um-adhd/frettir/namskeid-fyrir-foreldra-6-12-ara-barna-med-adhd-skraning-hafin Félagsmenn í Tourette-samtökunum, sem hafa greitt árgjaldið sitt, fá þetta námskeið niðurgreitt á sama hátt og niðurgreitt er hjá ADHD fyrir þeirra félagsmenn: Einstaklingur Báðir foreldrar / forráðamenn / aðstandendur Félagsmenn kr. 11.000 kr. 18.000 Aðrir kr. 19.000 kr. 26.000 gegn því að framvísa greiðslukvittun fyrir námskeið. Með kveðju frá Tourettestjórn
Lesa alla fréttina

15.5.2014
Stjórn að loknum aðalfundi 14. maí
Á aðalfundinum í gær gengu tveir úr stjórn og tveir nýjir stjórnarmenn voru kosnir. Í stjórn eru nú þessir: Sigrún Gunnarsdóttir formaður Örnólfur Thorlacius Erla Sólrún Valtýsdóttir Íris Árnadóttir Elísabet Rafnsdóttir
Lesa alla fréttina

28.4.2014
Aðalfundur verður þ. 14. maí kl. 20 í Hátúni 10b
Aðalfundur Tourette-samtakanna verður haldinn miðvikudagskvöldið 14. maí 2014 kl. 20:00 að Hátúni 10b , í kaffiteríunni á jarðhæðinni. Kaffiterían er í austustu blokkinni af ÖBÍ blokkunum þremur. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf: félagsgjald ákveðið, kosning hluta stjórnar til næstu tveggja ára, kosning skoðunarmanns og annars til vara og loks önnur mál. Kaffi í boði félagsins og spjall að loknum fundi. Stjórnin vonast til að sjá ykkur sem flest.
Lesa alla fréttina

25.4.2014
Tourette-kynning í Hátúni 10b 30. apríl kl. 19:30
Fræðsluefnið sem samtökin létu þýða fyrir allnokkrum árum og flutt hefur verið af Írisi Árnadóttur í skólum og víðar hefur fengið góðar viðtökur. Kynning þessi var haldin fyrir félagsmenn í vetur, en þá tókst ekki betur til en svo að það gleymdist að panta myndvarpa ofl. græjur. Kynningin tókst nú samt sem áður með ágætum, en nú verður hún sem sagt haldin aftur fyrir félagsmenn miðvikudagskvöldið 30. apríl kl. 19:30 og á sama stað og síðast, í kaffiteríunni á jarðhæð í Hátúni 10b. - Þó kynningarefnið taki mið af því að flutt sé fyrir starfsfólk skóla, þá er heilmikill fróðleikur í því fyrir hvern sem er, hvort sem eru foreldrar barna með Tourette, fullorðnir með TS, eða aðrir sem vilja fræðast um TS.
Lesa alla fréttina

6.3.2014
Um 60 manns tóku þátt laugardaginn 1. mars s.l.
Uppákoman í Salaskóla laugardaginn 1. mars s.l. tókst afar vel og var mæting framar öllum vonum. Hugmynd að þessum degi kom frá hópnum Tourette-foreldrar sem starfar á Fésbókinni og voru þrjár mömmur í undirbúningsnefnd, þær Arnþrúður, Auðbjörg og Elín, ásamt formanni og gjaldkera Tourette-samtakanna. Berglind Sigmarsdóttir, höfundur tveggja bóka sem heita Heilsuréttir fjölskyldunnar, kom ásamt eiginmanni sínum, landsliðskokknum Sigurði Gíslasyni, og kynntu þau fyrir hópnum hvernig bæta má mataræði og lífsstíl fjölskyldunnar og svöruðu fyrirspurnum. Þau sýndu okkur ýmsar bækur af sama toga sem þau hafa kynnt sér. Sýnt var hvernig útbúa má heilsusamlega drykki/þeytinga, sem gestir fengu að smakka og svo elduðu þau hádegismat, holla og afar góða kjúklingamáltíð ásamt salati og sætum kartöflum fyrir hópinn. Að máltíð lokinni var farið í spurningaleiki meðan beðið var eftir Stefáni Karli sem heimsótti hópinn um eittleytið. Hann sagði frá sinni reynslu af kækjum, hljóðkækjum, adhd o.fl. allt frá því hann var barn og unglingur og hvernig allt þetta hefði síðar meir hjálpað honum í leikarastarfinu. Stefán Karl fór á kostum í frásögninni, lék hina ýmsu kæki og gerði risaeðluhljóð o.fl. sem vakti kátínu viðstaddra. Einnig svaraði hann fyrirspurnum í lokin. Um 60 manns mættu, börn og foreldrar og aðeins var innheimt 1500 kr. gjald á fjölskyldu. Hversu ódýrt var hægt að hafa þetta má að stórum hluta þakka þeim Berglindi og Sigurði fyrir hversu sanngjörn þau voru varðandi sitt framlag, Stefáni Karli sem heimsótti okkur bara fyrir ánægjuna og svo því að Salaskóli lánaði okkur húsnæðið.
Lesa alla fréttina

24.2.2014
Takið frá laugardaginn 1. mars!
Fræðsluhittingur og skemmtun laugardaginn 1. mars n.k. frá kl. 11 til um kl. 15 fyrir börn með Tourette og foreldra þeirra. Fræðsluhittingurinn verður í húsnæði Salaskóla í Kópavogi í Versölum 5, við hliðina á Salarlauginni og íþróttamiðstöðinni Versölum í Kópavogi. Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason, höfundar bókanna Heilsuréttir fjölskyldunnar, verða með fræðslu og sýnikennslu matreiðslu og börnin og foreldrarnir taka þátt í undirbúning á á hollri, næringarríkri og bragðgóðri máltíð sem síðan verður snædd. Þetta verður fræðsla í bland við góða samveru og óvænta uppákomu. Tilkynna þarf þátttöku til Tourette samtakanna með tölvupósti á tourette@tourette.is eða í síma 840 2210. Þátttökugjald er 1500 kr. á fjölskyldu og þátttaka er staðfest með því að borga 1500 kr. gjaldið inn á reikning samtakanna ekki síðar en 27. febrúar n.k. Kennitala samtakanna er 700991-1139 og viðskiptabanki er Arionbanki, aðalútibú: 0301-26-1139. Athugið að fjöldi þátttakenda á þessum fræðsluhittingi er takmarkaður, en aðeins ef stefnir í marga tugi mættra og eins þarf tiltekna lágmarksþátttöku .
Lesa alla fréttina

5.2.2014
Sjálfstyrkingarmámskeið f. unglingsstúlkur hjá ADH
GPS - Sjálfsstyrking fyrir unglingsstúlkur ADHD samtökin bjóða nú upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir unglinga, 13-16 ára, GPS sem stendur fyrir Gagnleg, persónuleg stjórntæki. Námskeiðið er kynjaskipt og hefst námskeið fyrir stúlkur 13. febrúar. Skráning er hafin á vef ADHD samtakanna en aðeins er gert ráð fyrir 10 þátttakendum á hvert námskeið.
Lesa alla fréttina

8.1.2014
Námskeið TMF Tölvumiðstöðvar
Allar upplýsingar um námskeiðin og skráning á www.tmf.is · Viltu fræðast um það hvernig nota má iPad á skemmtilegan og skapandi hátt ? Kynna þér betur ýmsar stillingar og góð ráð sem auðvelda vinnuna og gerir fleirum kleyft að nýta sér iPad í námi leik og þjálfun? Þá er námskeiðið iPad í námi, leik og þjálfun eitthvað fyrir þig. · Viltu læra betur á nokkur lykil öpp sem gagnast vel í allri vinnu þar sem unnið er með texta, myndir, tal og hljóð? Fá leiðarvísi á íslensku með helstu öppunum? Fá hugmyndir um hvernig nota má öppin í skapandi starfi og þjálfun þar sem nánast allar námsgreinar geta koma við sögu? Þá er námskeiðið iPad og úrval smáforrit (apps) fyrir þig. · Hefur þú heyrt um kennsluaðferð Arne Trageton Å skrive seg til læsing ? Að skrifa og lesa í stað lesa og skrifa er kennsluaðferð þar sem nemendur nota tölvu/spjaldtölvu til að læra stafina og skrifa út frá tali og læra um leið að lesa. Þó að undarlegt megi teljast í ljósi þess að tölvan hefur verið með okkur svo lengi þá er þetta samt sem áður ný nálgun sem vekur áhuga nemandans og meiri skilningur virðist skapast á tungumálinu. Stafir verða að eigin orðum, orðin verða að eigin sögum. Stafirnir snúa rétt og eru eins og í bókum. Það er gaman að myndskreyta og lesa upp eigin sögu/bók. Það sem okkur á TMF finnst afar jákvætt er að aðferðin virðist minnka erfiðleika tengda lesblindu, hún hentar vel þeim sem eru með skerta fínhreyfingar eða eru seinir til, nemendur með ADHD og nemendur á einhverfurófi gagnast aðferðin einnig afar vel. Að nota tölvu til að læra að lesa má vel nota með öðrum kennsluaðferðum í skólum. Ef þér finnst þetta áhugavert vertu velkomin á námskeiðið Að skrifa sig til læsis – grunnskóli · Hefur þú heyrt um nýju íslensku talgervlaraddirna Karl og Dóru? Eða viltu kynna þér þær betur og hvernig nýta má þær í PC tölvum. Talgervlar eru frábært verkfæri fyrir lesblinda og aðra sem eiga í erfiðleikum með lestur. Talgervill er einnig gott kennslutæki í almennri lestrakennslu, nemendur skrifa texta og geta fengið hann upplesinn þannig að hvert orð ljómar upp við lesturinn. Einnig verður farið í forritið FoxitReader. Allt um talgervlana á námskeiðinu Texti verður tal – talgervlar í tölvum TMF Tölvumiðstöð www.tmf.is Háaleitisbraut 13 Sími 562 9494
Lesa alla fréttina

18.12.2013
Nýtt þjónustuver Sjúkratrygginga Íslands
Nýtt þjónustuver Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) opnar að Vínlandsleið 16 í Grafarholti þann 2. janúar 2014. Þar mun framvegis fara fram almenn afgreiðsla er varðar sjúkra- og slysatryggingar sem áður hefur verið á Laugavegi 114. SÍ annast framkvæmd sjúkratrygginga og slysatrygginga og því mun nýtt þjónustuver á Vínlandsleið veita þjónustu m.a. vegna: · Endurgreiðslu á reikningum vegna heilbrigðisþjónustu · Sjúkradagpeninga · Læknishjálpar · Ferðakostnaðar · Tannlækninga · Sjúkra-, iðju- og talþjálfunar · Lyfjamála · Evrópska sjúkratryggingakortsins · Slysatrygginga · Endurgreiðslu erlends sjúkrakostnaðar · Sjúklingatryggingar · Skráningar í tryggingaskrá við flutning til Íslands · Hjálpartækja · Tryggingayfirlýsinga vegna ferða, flutnings og vinnu milli landa · Næringar og sérfæðis Frekari upplýsingar um sjúkra- og slysatryggingar: www.sjukra.is Réttindagátt – mínar síður á www.sjukra.is sjukra@sjukra.is Sími 515-0000
Lesa alla fréttina

8.11.2013
Næsta BUGL ráðstefna verður 10. jan. 2014
Ráðstefnan verður haldin á Hótel Reykjavík Natura og þema er Tilfinningaraskanir barna . Fjallað verður m.a. um kvíða og þunglyndi barna, skólahöfnun, sjálfsvígshættu, meðferð og heilsueflandi APP. Kynnt verða hópúrræði fyrir börn á göngudeild BUGL. Erlendur fyrirlesari að þessu sinni verður Philip C. Kendall Ph.D. Hann mun fjalla um: "Practical suggestions for working with anxious and sad youth" og "Distinctive and overlapping features of anxiety and depression." Nánar auglýst síðar.
Lesa alla fréttina

24.10.2013
Breytingar framundan á nýja lyfjagreiðslukerfinu
Sjúkratryggingar Íslands vekja nú athygli á breytingum sem framundan eru á lyfjagreiðslukerfinu sem tók gildi nú í vor. Þann 1. desember næstkomandi verður sjálfvirkni í nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfinu aukin til einföldunar jafnt fyrir lyfjanotendur og lækna. Sjá nánar um þetta á www.sjukra.is
Lesa alla fréttina

12.9.2013
Vefurinn www.fyrirlestrar.is hefur nú opnað
Fyirlestrar.is er í eigu Regnbogabarna og er hugverk Stefáns Karls Stefánssonar og Ólínu Þorsteinsdóttur. Byggt er á evrópskum og bandarískum fyrirmyndum og markmið vefsins er m.a. að draga úr fordómum, stuðla að forvörnum og fræðslu. Elva Dögg Gunnarsdóttir er þarna með fyrirlestur um Tourette. Margir áhugaverðir fyrirlestrar eru þegar komnir þarna inn og fleiri væntanlegir.
Lesa alla fréttina

6.9.2013
Varðandi gjaldfrjálsar tannlækningar barna
Annar áfangi samnings um tannlækningar barna hefur nú tekið gildi eða þann 1. september sl. Tekið skal sérstaklega fram að þó svo samningurinn sé áfangaskiptur tekur hann samt strax til allra barna í bráðavanda sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Fólk er hvatt til að kynna sér málið vel á vefsíðu SÍ hér: http://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/tannlaekningar/born-og-ungmenni/
Lesa alla fréttina

27.8.2013
Foreldranámskeið hjá ADHD samtökunum
ADHD samtökin sendu okkur upplýsingar um tvö námskeið í september, annars vegar fyrir foreldra 6-12 ára barna, 7. og 14. sept., og hins vegar fyrir foreldra 13-18 ára barna, 21. og 28. sept. Skráningu á fyrra námskeðið lýkur 2. september en hið síðara 18. september. Nánar um námskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna: http://www.adhd.is/is/um-adhd/frettir/fraedslunamskeid-fyrir-foreldra-6-12-ara-barna-skraning-hafin Nánar um námskeið fyrir foreldra 13-18 ára barna: http://www.adhd.is/is/um-adhd/frettir/getAllItems/1/fraedslunamskeid-fyrir-foreldra-13-16-ara-barna-skraning-hafin
Lesa alla fréttina

6.8.2013
ADHD fyrirlestur í ágúst: ADHD - Verðmæt vöggugjöf
ADHD samtökin bjóða félagsmönnum og öðrum upp á athyglisverðan fyrirlestur í ágúst. Mark Patey, viðskiptamaður í Bandaríkjunum heimsækir Ísland í ágúst og féllst á að flytja fyrirlestur fyrir ADHD samtökin. Patey mun fjalla um hvernig hann hefur nýtt kosti ADHD í lífi sínu og starfi en hann á og rekur fjölda fyrirtækja, m.a. BlueStep Technologies, 4Care Pharmacies, og Growth Climate Relationship Education and Therapy Centers. Patey er fæddur í Salem, Oregon árið 1972. Hann var greindur með ADHD í grunnskóla og var þá settur í sérdeild með andlega fötluðum einstaklingum og einstaklingum sem þá voru almennt kallaðir vandræðaunglingar. Mark Patey fór sínar leiðir og stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki aðeins 15 ára gamall. Sex árum síðar hafði Patey hundruð manna í vinnu og hefur síðan stofnað tugi farsælla fyrirtækja. Mark Patey segir ADHD eina verðmætustu vöggugjöfina sem hann hlaut. Röskunin hafi gert honum kleift að hugsa út fyrir boxið og þar með að finna lausnir á vandamálum sem hann hefði trúlega ekki annars fundið. Dagsetning: 21. ágúst 2013 Tímasetning: kl. 18:00 Staður: Safnaðarheimili Neskirkju Verð: Kr. 500 fyrir félagsmenn í ADHD – kr. 1.500 fyrir aðra
Lesa alla fréttina

4.6.2013
Styrktartónleikar í þágu Einstakra barna 5. júní
Nú er framundan mikil veisla fyrir augu og eyru, og allt til styrktar Einstökum börnum . Þetta er einkaframtak manns sem heitir Elis Veigar Ingibergsson, og hann stefnir að því að fá nægilega marga áheyrendur til að fylla 140 sæta sal í Café Rósenberg. Þetta er gullið tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi: njóta góðrar skemmtunar og styrkja Einstök börn! Nánari upplýsingar: Styrktartónleikar í þágu Einstakra Barna - stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa, jafnvel ógreinda sjúkdóma eða skerðingar. Haldnir miðvikudagskvöldið 5. júní 2013 kl. 21.00 á Café Rósenberg , aðgangseyrir er kr. 2.500 Kynnir kvöldsins er Logi Bergmann Eiðsson Elísabet Ormslev Maja Eir Tala frá Einstökum börnum Elis Veigar Hrefna Hrund Bjarni Töframaður Rakel Herbert Guðmundsson Jóhanna - Uppistand Ágústa og Matti Sigga Helga og Edgar Smár Sigurbjörg – Fyrirlestur um sjálfsmynd Felix Bergsson
Lesa alla fréttina

23.4.2013
Reiknivél - lyfjaverðskrá - lyfjaskírteini og úrræ
Reiknivél - lyfjaverðskrá - lyfjaskírteini og úrræði vegna nýs greiðsluþátttökukerfis þann 4. maí næstkomandi. Vakin er athygli fólks á að bæst hefur í upplýsingar inn á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands vegna komandi breytinga á greiðsluþáttöku í lyfjakaupum þann 4. maí næstkomandi. Þetta eru Reiknivél, Lyfjaskírteini, Lyfjaverðskrá, Úrræði vegna lyfjaútgjalda og Greiðsluþrep (ítarlegri útgáfa). Sjá nánar um þetta á sjukra.is og þ ar eru líka v æntanleg "spurningar og svör" mjög bráðlega að sögn starfsmanns SÍ.
Lesa alla fréttina

5.4.2013
Nýtt lyfjagreiðslukerfi - kynning 12. apríl n.k.
Í rauð a salnum Hátúni 12 frá kl. 14 til 15. Enginn aðgangseyrir . Nýtt lyfjagreiðslukerfi tekurgildi þann 4. maí 2013. Sjúkratryggingar Íslands verða með kynningu um þetta nýja kerfi í Rauða salnum, Hátúni 12 þann 12. apríl 2013, klukkan 14:00. Starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands mun sjá um kynninguna.
Lesa alla fréttina

5.4.2013
Stjórn að loknum aðalfundi 21. mars 2013
Sigrún Gunnarsdóttir, formaður, kosin til tveggja ára Örnólfur Thorlacius, varaformaður, áfram í 1 ár Erla Valtýsdóttir, gjaldkeri, kosin til tveggja ára Helga Olsen, ritari, kosin til eins árs (í sæti Sigríðar Ásgeirsdóttur) Guðbjörg Þorsteinsdóttir, meðstjórnandi, kosin til tveggja ára Skoðunarmaður kosinn Elísabet Rafnsdóttir, til vara Tryggvi Agnarsson.
Lesa alla fréttina

21.3.2013
Aðalfundur Tourette samtakanna 2013
Minnum á aðalfund samtakanna í kvöld klukkan 20:00! Vonumst til að sjá sem flesta.
Lesa alla fréttina

6.3.2013
Framboð til stjórnar
ATH. Nú vantar okkur gott fólk til að taka þátt í stjórnarsetu. Ef þú ert hress, hugmyndaríkur, áhugasamur eða bara langar að prufa þá endilega bjóddu þig fram til stjórnar í Tourette samtökunum. Það eru nokkrir að hætta í stjórninni og vantar okkur því nýtt blóð og nýjar hugmyndir inn. Ert þú sá sem við leitum að? Endilega hafið samband við Örnu Garðarsdóttur (arnagard85@gmail.com), formann ef þið hafið áhuga á að bjóða ykkur fram eða viljið vita meira í hverju starfið fellst. Einnig ber að athuga að hægt er að bjóða sig fram á fundinum. Í ár er kosið um þrjár stöður í stjórn og til formanns. Með von um að sem flestir sem hafa áhuga á bjóði sig fram. Tourette samtökin.
Lesa alla fréttina

6.3.2013
Aðalfundur Tourette samtakanna 2013
Aðalfundur Tourette-samtakanna verður haldinn fimmtudagskvöldið 21. mars, fundurinn hefst klukkan 20:00 og verður í kaffiteríunni á jarðhæðinni í Hátúni 10b. Kaffiterían er í austustu blokkinni af ÖBÍ blokkunum þrem og oftast eru næg bílastæði við austurgaflinn. Dagskrá fundarins: 1. Setning fundar. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar. 4. Lagabreytingar. 5. Félagsgjald komandi almanaksárs ákveðið. 6. Kosning stjórnar. 1. Kosning formanns til 2ja ára 2. Kosning tveggja stjórnarmanna til 2ja ára 7. Kosning skoðunarmanns og annars til vara. 8. Önnur mál. Eftir fundinn mun Örnóflur Thorlacius kynna fyrir gestum nýtt fræðsluefni sem Tourette samtökin hafa verið að vinna að. Boðið verður upp á léttar veitingar á fundinum. Vonumst til að sjá sem flesta. Fyrir hönd stjórnar Arna Garðarsdóttir, formaður
Lesa alla fréttina

7.2.2013
Málþing Sjónarhóls
Hvað höfum við lært? Hvert stefnum við? Ráðgjafarmiðstöðin Sjónarhóll stendur fyrir málþingi um þjónustu- og meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni með hegðunar- og tilfinningavanda. Fimmtudaginn 21.mars 2013 kl.12:30-16:30 á Hótel Nordica Sjónarhóll vill beita sér fyrir framförum í þjónustu við börn með sérþarfir og fjölskyldur þeirra. Í samstarfi við Jón Björnsson hefur Sjónarhóll safnað upplýsingum frá foreldrum barna með verulegan hegðunar- og tilfinningavanda. Markmið verkefnisins er m.a. að nýta upplýsingar úr reynsluheimi foreldra til að kortleggja hvaða þjónusta hefur gefist vel eða illa, hverju megi breyta til að hún nýtist bæði foreldrum og börnum betur og hvernig þjónustu mögulega vanti og þá hvaða. Á málþinginu verða helstu niðurstöður verkefnisins kynntar ásamt erindum frá foreldrum, aðstandendum og fagfólki. Málþing fyrir aðstandendur barna með sérþarfir, alla þá sem veita þeim þjónustu og aðra sem láta sig velferð þeirra varða. Upplýsingar um dagskrá og skráningu á málþingið verður send síðar.
Lesa alla fréttina

19.12.2012
Námskeið Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar í janúa
Tvö námskeið verða hjá Þekkingarmiðstöðinni í janúar, Sjálfsstyrkingarnámskeið og fyrirlesturinn Samskipti foreldra og barna. Bæði námskeiðin eru öllum opin. Samskipti foreldra og barna ( http://www.thekkingarmidstod. is/namskeid-i-bodi/kaupa/13 ) 14. janúar 2013 frá 19:00 til 20:30, Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar. Verð 5.000.- Wilhelm Norðfjörð sálfræðingur, heldur námskeiðið. Á fyrirlestrinum mun Wilhelm fara yfir ýmis atriði varðandi samskipti foreldra og barna, þar á meðal virka hlustun, „ég – skilaboð“ og aðferðir til að leysa úr ágreiningi. Wilhelm Norðfjörð hefur nokkurra áratuga reynslu af því að sinna fræðslu fyrir foreldra og aðra uppalendur. Einnig hefur hann haldið mörg námskeið um samskipti foreldra og barna með sálfræðingnum Hugo Þórissyni. Sjálfsstyrkingarnámskeið 22. janúar 2013 frá 16:30 til 19:30, Þekkingarmiðsöð Sjálfsbjargar. Verð 7.000.- Langar þig til að koma eina kvöldstund á sjálfsstyrkingarnámskeið og fá léttan kvöldverð? Það er alltaf gott að efla sig og styrkja og tilvalið að koma eina kvöldstund og næra líkama og sál. Sveindís Anna Jóhannsdóttir, félagsráðgjafi, gefur okkur góð ráð um hvernig við getum styrkt okkur sjálf og jafnframt munum við borða saman kvöldverð. Kvöldverður er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Kær kveðja, Guðný Bachmann ráðgjafi, umsjón fræðslumála gudny@sjalfsbjorg.is Þekkingarmiðstöð Sjálfbjargar Hátúni 12 | 105 Reykjavík Sími: 5 500 118 www.thm.is
Lesa alla fréttina

12.12.2012
Glæsileg skautasýning á laugardaginni 15.des
BOÐSKORT Glæsileg sýning í skautahöllinni í Laugardal laugardaginn 15. desember kl. 18.15 Íþróttasamband fatlaðra sendir þrjá keppendur á alþjóðavetrarleika Special Olympics 2013 en leikarnir eru haldnir 29. janúar til 5. febrúar í PyeongChang og Gagneung í Suður Kóreu. Það eru þau Þórdís Erlingsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir og Július Pálsson sem munu keppa þar í listhlaupi á skautum. Þau keppa öll í einstaklingskeppni og í fyrsta skipti mun Ísland taka þátt í parakeppni, þar sem þær Þórdís og Katrín Guðrún munu sýna listir sínar. Keppnisatriðin sem hafa verið æfð af miklu kappi í haust undir stjórn Helgu Olsen og Guðbjartar Erlendsdóttur, verða frumsýnd á sýningunni. Ungir og efnilegir iðkendur frá Skautadeild Aspar sýna einnig dansatriði sem þau hafa æft í haust en þar æfa nú yfir 20 börn og unglingar. Sýningaratriði hefjast kl. 18.15 og sýningartími er um 40 mínútur. Það væri okkur mikill heiður ef formaður/fulltrúar ÖBÍ og fjölskyldur gætu heiðrað okkur með nærveru sinni f.h. Special Olympics á Íslandi og Skautadeildar Aspar Þórdís Erlingsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Júlíus Pálsson,
Lesa alla fréttina

10.10.2012
Dansnámskeið
Lærum að dansa saman Diskódansa. Sex vikna námskeið fyrir einstaklinga með frávik. ( einstaklinga með væga/miðlungs þroskaskerðingu) Fyrsti tíminn er fimmtudaginn 18. okt kl. 16:00 Hver danstími er klukkutíma í senn. Staðsetning: Kramhúsið, Skólavörðustíg 12 Gengið inn um port á Bergstaðastræti við hliðiðina á Blómaverkstæði Binna Eva Rós Guðmundsdóttir danskennari. Námskeiðið kostar 10.800.- Skráning hjá Agnesi netfangið : ablomaros@internet.is simi : 6927170
Lesa alla fréttina

Útgefið efni


  tourette@tourette.is

Þessi vefur keyrir á vefumsjónarkerfi frá Xodus.is